Viðskipti innlent

Ný skýrsla norrænna samkeppniseftirlita

Guðjón Rúnarsson
Guðjón Rúnarsson

Milli íslenskra banka er búin að vera grimmileg samkeppni í kjölfar þess krafts sem leystist úr læðingi við einkavæðingu ríkisbankanna, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Hann vill ekki kannast við þá mynd sem dregin er upp í nýrri skýrslu norrænna samkeppniseftirlita að hér skorti á samkeppni milli banka.

Við kynningu skýrslunnar í fyrradag sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirliitsins, að góð afkoma bankanna gæfi til kynna svigrúm til samkeppni. Guðjón segir góða afkomu þeirra hins vegar skýrast af fjárfestingarbankastarfsemi en ekki viðskiptabanka þar sem afkoma sé ekki jafngóð. Hann fagnar hins vegar hugmyndum eftirlitsins um niðurfellingu stimpilgjalda og segir ítrekað hafa verið fram á að sú skattheimta yrði aflögð. Hann segir skattinn bæði séríslenskan og samkeppnishamlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×