Ísrael sakað um stríðsglæpi 26. ágúst 2006 04:00 Eyðilegging Líbönsk kona gengur fram hjá íbúðablokk sem eyðilagðist í stríði Ísraela við Hizbollah á dögunum. MYND/AP Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Ísraels um að hafa framið stríðsglæpi í nýloknu stríði við Hizbollah-samtökin í Líbanon. Segja talsmenn samtakanna að Ísraelsstjórn hafi brotið alþjóðalög þegar hún lét her sinn eyðileggja brýr, vegi og heimili almennings. Tala látinna óbreyttra borgara, víðtækar skemmdir og yfirlýsingar yfirmanna hersins "bendi til þess að eyðileggingin hafi verið vísvitandi og hluti af hernaðaráætlun". Hafa samtökin farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki hvort Ísraelsstjórn og Hizbollah-samtökin hafi brotið alþjóðalög.Mark Regev, talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels, sagði land sitt hafa hlýtt lögum. "Ólíkt Hizbollah réðumst við ekki viljandi á líbanska borgara. Þvert á móti, undir afar erfiðum kringumstæðum, reyndum við að vera eins nákvæmir og mögulegt var í árásum á hryðjuverkasamtökin Hizbollah." Samkvæmt tölu Barnahjálpar SÞ, UNICEF, fórust 1.183 Líbanar í stríðinu, flestir óbreyttir borgarar og var þriðjungur þeirra börn. Um 15.000 líbönsk heimili voru lögð í rúst. Af þeim 160 Ísraelum sem týndu lífi voru hins vegar flestir hermenn. Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Ísraels um að hafa framið stríðsglæpi í nýloknu stríði við Hizbollah-samtökin í Líbanon. Segja talsmenn samtakanna að Ísraelsstjórn hafi brotið alþjóðalög þegar hún lét her sinn eyðileggja brýr, vegi og heimili almennings. Tala látinna óbreyttra borgara, víðtækar skemmdir og yfirlýsingar yfirmanna hersins "bendi til þess að eyðileggingin hafi verið vísvitandi og hluti af hernaðaráætlun". Hafa samtökin farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki hvort Ísraelsstjórn og Hizbollah-samtökin hafi brotið alþjóðalög.Mark Regev, talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels, sagði land sitt hafa hlýtt lögum. "Ólíkt Hizbollah réðumst við ekki viljandi á líbanska borgara. Þvert á móti, undir afar erfiðum kringumstæðum, reyndum við að vera eins nákvæmir og mögulegt var í árásum á hryðjuverkasamtökin Hizbollah." Samkvæmt tölu Barnahjálpar SÞ, UNICEF, fórust 1.183 Líbanar í stríðinu, flestir óbreyttir borgarar og var þriðjungur þeirra börn. Um 15.000 líbönsk heimili voru lögð í rúst. Af þeim 160 Ísraelum sem týndu lífi voru hins vegar flestir hermenn.
Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira