Viðskipti innlent

Segir rétta tímann til krónukaupa

Peningar íslenskir seðlar og mynt 
 ein króna 1 kr.
Peningar íslenskir seðlar og mynt ein króna 1 kr.

Núna gæti verið rétti tíminn til að kaupa íslenskar krónur þar sem gengi krónunnar er hagstætt um þessar mundir. Þetta er haft eftir Momtchil Pojarliev, sérfræðingi hjá svissneska bankans Pictet & Cie, í frétt á vefsíðu Bloomberg í gær þar sem fjallað var um íslensku krónuna.

Sagði hann líkur til þess að krónan muni styrkjast um sex prósent fyrir lok ársins. Hægari hagvöxtur í Bandaríkjunum og Japan sannfæri fjárfesta um að þarlendir seðlabankar muni ekki hækka stýrivexti frekar í bráð. Þar með verði vaxtamuninum, sem sóst er eftir, við haldið.

Í fréttinni kemur fram að íslenska krónan, sem stóð sig einna versta allra gjaldmiðla á fyrri hluta ársins 2006, sé nú komin ofarlega á blað hjá erlendum vogunarsjóðum, sem nú sækja í íslensk skuldabréf. Á núverandi ársfjórðungi hefur krónan styrkst um tíu prósent gagnvart dollaranum. Styrkingin kemur að hluta til af því að fjárfestar taka lán í löndum þar sem vextir eru lágir og fjárfesta hér, þar sem vextir eru háir. Íslenskir stýrivextir standa nú í 13,5 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×