Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag 7. september 2006 06:00 Á morgun, föstudaginn 15. september, stendur Djáknafélag Íslands fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að stuðla að almennri umfjöllun um hlutverk, ímynd og framtíð kærleiksþjónustunnar en tilefnið er átaksár þjóðkirkjunnar um kærleiksþjónustu og hjálparstarf sem stendur nú yfir. Í boðun Jesú var kærleikurinn mestur. Hann kenndi að við ættum að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Kærleiksþjónusta, díakonía, er umhyggja gagnvart náunganum, þjónusta við náungann sem hefur það að markmiði að mæta þörfum manneskjunnar í heild, til sálar, anda og líkama. Á ráðstefnunni verður hugtakið kærleiksþjónusta tekið til umfjöllunar. Fjallað verður meðal annars um hvað er kærleiksþjónusta, hvað felur hún í sér og um hvers konar kirkjulegt starf er verið að ræða. Kærleiksþjónustan í þjóðkirkjunni verður skoðuð sérstaklega en einnig verður fræðst um kærleiksþjónustu á víðari vettvangi. Djáknafélagið hefur fengið Heide Paakjaer Martinussen frá evrópsku kærleiksþjónustusamtökunum Eurodiaconia sem fyrirlesara á ráðstefnuna. Í fyrirlestri sínum mun hún tengja umræðuna um stöðu kærleiksþjónustu kirkjunnar í Evrópu í dag við frásagnir af kærleiksþjónustu af vettvangi aðildarfélaga samtaka hennar sem starfa í um 20 löndum. Mikilvægt er við uppbyggingu kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar að kynna sér kærleiksþjónustu annarra kirkna og hvernig bæði hinar ýmsu kirkjur og félög sjá hlutverk sitt og haga vinnu sinni. Ráðstefnan er því kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja láta sig kærleiksþjónustu kirkjunnar varða og hafa áhuga á málefnum hennar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.kirkjan.is/di. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, föstudaginn 15. september, stendur Djáknafélag Íslands fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að stuðla að almennri umfjöllun um hlutverk, ímynd og framtíð kærleiksþjónustunnar en tilefnið er átaksár þjóðkirkjunnar um kærleiksþjónustu og hjálparstarf sem stendur nú yfir. Í boðun Jesú var kærleikurinn mestur. Hann kenndi að við ættum að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Kærleiksþjónusta, díakonía, er umhyggja gagnvart náunganum, þjónusta við náungann sem hefur það að markmiði að mæta þörfum manneskjunnar í heild, til sálar, anda og líkama. Á ráðstefnunni verður hugtakið kærleiksþjónusta tekið til umfjöllunar. Fjallað verður meðal annars um hvað er kærleiksþjónusta, hvað felur hún í sér og um hvers konar kirkjulegt starf er verið að ræða. Kærleiksþjónustan í þjóðkirkjunni verður skoðuð sérstaklega en einnig verður fræðst um kærleiksþjónustu á víðari vettvangi. Djáknafélagið hefur fengið Heide Paakjaer Martinussen frá evrópsku kærleiksþjónustusamtökunum Eurodiaconia sem fyrirlesara á ráðstefnuna. Í fyrirlestri sínum mun hún tengja umræðuna um stöðu kærleiksþjónustu kirkjunnar í Evrópu í dag við frásagnir af kærleiksþjónustu af vettvangi aðildarfélaga samtaka hennar sem starfa í um 20 löndum. Mikilvægt er við uppbyggingu kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar að kynna sér kærleiksþjónustu annarra kirkna og hvernig bæði hinar ýmsu kirkjur og félög sjá hlutverk sitt og haga vinnu sinni. Ráðstefnan er því kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja láta sig kærleiksþjónustu kirkjunnar varða og hafa áhuga á málefnum hennar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.kirkjan.is/di.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun