LSR í 170. sæti í Evrópu 20. september 2006 00:01 Ríkisstarfsmenn við störf Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var í 170. sæti á lista IPE yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu á síðasta ári. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að síðustu ár hafi verið góð og útlitið er gott fyrir þetta ár. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fagtímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um einhver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlitið fyrir þetta ár er einnig gott, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum. Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþróun krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóðirnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliuppgjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árslok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fagtímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um einhver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlitið fyrir þetta ár er einnig gott, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum. Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþróun krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóðirnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliuppgjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árslok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira