Umhverfi skólans hættulegt börnum 21. september 2006 07:30 Leikskólinn Sjáland Aðgengið er mjög slæmt og eiga börn, foreldrar og kennarar í mestu erfiðleikum með að komast að skólanum. M YND/Vilhelm Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja malbikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólíkindum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstandendur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað. Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja malbikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólíkindum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstandendur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað.
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira