Blikar skutust upp í fimmta sætið 24. september 2006 08:30 Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira