Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið 25. september 2006 11:45 „Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétarsson skoraði annað mark Breiðabliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægður,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deildinni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjánssyni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töflunni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrjaði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Steinþór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deildinni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmtilegast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira