Viðskipti innlent

Ýtti undir áhuga á viðskiptum

Hannes Smárason Forstjóri FL Group segir að hægt sé að nota samkeppniskraftagreiningu Michaels E. Porter til að greina tækifærin á samkeppnismarkaði.
Hannes Smárason Forstjóri FL Group segir að hægt sé að nota samkeppniskraftagreiningu Michaels E. Porter til að greina tækifærin á samkeppnismarkaði. Markaðurinn/E.Ól.

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, komst í fyrstu bók Michaels E. Porter um samkeppniskraftagreininguna frá 1980 í kringum 1988 þegar hann var við nám í MIT í Boston í Bandaríkjunum.

"Mér fannst hugmyndir hans mjög áhugaverðar og það má segja að þótt þetta séu engin raunvísindi þá er þarna ákveðin skipulögð hugsun um það hvernig greina má samkeppnisumhverfið og möguleika fyrirtækja til að ná árangri," segir Hannes enda hægt að beita greiningu Porters á flesta þætti í fyrirtækjarekstri.

Hannes segir bókina hafa haft töluverð áhrif á sig. "Þetta ýtti undir þann áhuga sem ég hafði á viðskiptum og hjálpaði til við að leggja grunninn að ákveðinni rökhugsun um það hvernig maður greinir tækifærin á samkeppnismarkaði. Þá getur maður notað hana til sjá hvar fyrirtæki er statt hverju sinni og hvernig málum er háttað gagnvart bæði birgjum og viðskiptavinum," segir hann og bætir við að greiningin sé mikilvæg fyrir stjórnendur enda geti þeir beitt henni til að sjá hvernig fyrirtæki þeirra stendur sig í samkeppni við önnur félög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×