Stýrihópur leggur til stofnun heildsölubanka 27. september 2006 00:01 Stýrihópur, sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum, mælir með stofnun nýs heildsölubanka. Hópurinn leitaði samráðs við yfir 20 hagsmunaaðila og fyrirtæki og hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur sínar auk athugasemda Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Þar ber nokkuð í milli því SBV telur að heildsölusjóður ætti að vera í sameiginlegri eigu Íbúðalánasjóðs, banka og sparisjóða. Þá eru samtökin sögð andvíg því að sjóðurinn hafi félagslegar kvaðir, auk þess sem þau vildu fara aðrar leiðir í útfærslu heildsöluleiðarinnar þar sem bankar og sparisjóðir hefðu meira sjálfræði en tillögur hópsins fela í sér. Í niðurstöðu stýrihópsins segir að hann hafi lagt áherslu á nýja heildsöluleið, ef af verði, sem byggi á gagnsæi í verðlagningu og að samningssamband lánssamninga verði milli heildsölubankans og lántaka líkt og tíðkist erlendis. Slíkt kerfi sé mikið hagsmunamál neytenda og tryggi skilvirkni í fjármögnun og bestu fáanlegu kjör. Höfðaborg Íbúðalánasjóður er með höfuðstöðvar sínar í Höfðaborg, Borgartúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölda annarra stofnana. Stýrihópur sem fjalla átti um framtíð sjóðsins hefur lokið störfum.Fréttablaðið/E.Ól. Þá segir enn fremur að allir aðilar sem stýrihópurinn hafi rætt við hafi verið sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf, sem geti skilað sambærilegum útlánakjörum og Íbúðalánasjóður býður í dag. Slíkt myndi auðvelda fjármögnun íbúðalána og gera hana hagkvæmari. Þá ætti nýr heildsölubanki ekki að njóta neinna samkeppnishamlandi sérréttinda, að því er segir í tillögum hópsins. "Þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram byggja á þeim fyrirmyndum sem vel hafa gefist í nágrannalöndum okkar áratugum saman. Ef vel tekst til við uppbyggingu fjármögnunarkerfis sem þessa gæti það verið vísir að nýrri fjármögnunarleið fyrir Íbúðalánasjóð þar sem unnt væri að afla fjár til íbúðalána án ríkisábyrgðar með skilvirkum hætti og á hagstæðum kjörum," segir stýrihópurinn. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Stýrihópur, sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum, mælir með stofnun nýs heildsölubanka. Hópurinn leitaði samráðs við yfir 20 hagsmunaaðila og fyrirtæki og hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur sínar auk athugasemda Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Þar ber nokkuð í milli því SBV telur að heildsölusjóður ætti að vera í sameiginlegri eigu Íbúðalánasjóðs, banka og sparisjóða. Þá eru samtökin sögð andvíg því að sjóðurinn hafi félagslegar kvaðir, auk þess sem þau vildu fara aðrar leiðir í útfærslu heildsöluleiðarinnar þar sem bankar og sparisjóðir hefðu meira sjálfræði en tillögur hópsins fela í sér. Í niðurstöðu stýrihópsins segir að hann hafi lagt áherslu á nýja heildsöluleið, ef af verði, sem byggi á gagnsæi í verðlagningu og að samningssamband lánssamninga verði milli heildsölubankans og lántaka líkt og tíðkist erlendis. Slíkt kerfi sé mikið hagsmunamál neytenda og tryggi skilvirkni í fjármögnun og bestu fáanlegu kjör. Höfðaborg Íbúðalánasjóður er með höfuðstöðvar sínar í Höfðaborg, Borgartúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölda annarra stofnana. Stýrihópur sem fjalla átti um framtíð sjóðsins hefur lokið störfum.Fréttablaðið/E.Ól. Þá segir enn fremur að allir aðilar sem stýrihópurinn hafi rætt við hafi verið sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf, sem geti skilað sambærilegum útlánakjörum og Íbúðalánasjóður býður í dag. Slíkt myndi auðvelda fjármögnun íbúðalána og gera hana hagkvæmari. Þá ætti nýr heildsölubanki ekki að njóta neinna samkeppnishamlandi sérréttinda, að því er segir í tillögum hópsins. "Þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram byggja á þeim fyrirmyndum sem vel hafa gefist í nágrannalöndum okkar áratugum saman. Ef vel tekst til við uppbyggingu fjármögnunarkerfis sem þessa gæti það verið vísir að nýrri fjármögnunarleið fyrir Íbúðalánasjóð þar sem unnt væri að afla fjár til íbúðalána án ríkisábyrgðar með skilvirkum hætti og á hagstæðum kjörum," segir stýrihópurinn.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira