Viðskipti innlent

Fjörfiskur

Um helgina sem leið bauð Pickenpack Hussman & Hahn, dótturfélag Icelandic Group, til mikillar veislu í leikfangaborginni Luneburg í nágrenni Hamborgar. Fjölmargir stórlaxar úr íslensku viðskiptalífi voru mættir til leiks, prúðbúnir og glaðbeittir, auk hátt settra starfsmanna og viðskiptavina grúppunnar frá heimsbyggðinni allri. Við tækifærið steig Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Europe, í pontu og, eftir að hafa boðið gestina hjartanlega velkomna, áminnti hann eiginmenn og -konur samstarfsfélaganna að hafa góðar gætur á mökum sínum og aftra þeim frá því að stunda viðskipti þetta kvöld sem væri síður en svo tilgangurinn með veislunni. Lauk hann svo ræðunni með þessum orðum: "Í stað þess að segja "komum að veiða!" segi ég nú "komum að dansa!"" Finnbogi er maður orða sinna og síðar um kvöldið mátti sjá hann í syngjandi sveiflu á dansgólfinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×