Viðskipti innlent

Tölvuþrjótar herja á heimilitölvur

Vírusbanafyrirtækið Symantec segir netverja verða að hafa vara á við ráp á netinu og gefa ekki upp bankaupplýsingar sínar á vafasömum vefsíðum.
Vírusbanafyrirtækið Symantec segir netverja verða að hafa vara á við ráp á netinu og gefa ekki upp bankaupplýsingar sínar á vafasömum vefsíðum.

Tölvuþrjótar herja í auknum mæli á heimilistölvur með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingar almennings. Þetta segir bandaríska vírusbanafyrirtækið Symanstec, sem kannaði nýlega stöðu mála.

Í skýrslu fyrirtækisins, sem kemur út á sex mánaða fresti, segir að tölvuskeyti sem líta út fyrir að vera venjulegur póstur frá traustu fyrirtæki en er í raun ætlað að fá tölvunotendur til að gefa upp notendanafn og lykilorð og sendist aftur til tölvuþrjóta, hafi aukist um 81 prósent frá fyrri könnun.

Ollie Whitehouse, sérfræðingur hjá Symantec og einn höfunda skýrslunnar, segir í samtali við breska ríkisútvarpið, að illa þokkuð tölvuskeyti af þessari gerð verði betri með hverju árinu. Segir hann marga hópa tölvuþrjóta beinlínis gera út á að leita upplýsinga um netverja til að hafa af þeim upplýsingar.

Fyrirtækið beinir þeim tilmælum til tölvunotenda að þeir geti komið í veg fyrir tölvuskeyti af þessari gerð með því að uppfæra vírusvarnir og njósnavarnir sínar að minnsta kosti vikulega, setji upp eldvegg og hafi varann á við ráp á netinu, sérstaklega þegar þeir eru krafðir um upplýsingar varðandi bankaviðskipti sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×