Kaflaskipti 1. október 4. október 2006 06:00 Sunnudagurinn 1. október rann upp hátignarbjartur og fagur og sólskinið flæddi um götur borgarinnar og torg og væntanlega landið allt. Það var ánægjulegt að veðurguðirnir skyldu leggjast á eitt með landsmönnum að gera eftirminnilegan þennan fyrsta dag í 66 ár, sem enginn erlendur hermaður er á íslenskri grund. Þjóðarhreyfingin efndi til hátíðar þennan dag í Sjálfstæðishúsinu gamla við Austurvöll (sem nú nefnist NASA). Dagskráratriði voru við það miðuð að þar gætu komið saman allir þeir þjóðhollir Íslendingar, sem allan hersetutímann hefur dreymt um að hægt yrði að uppfylla þá svardaga ráðamanna við gerð samningsins, að hér skyldi aldrei her á friðartímum - þó svo að þeir hefðu á dögum kalda stríðsins sætt sig við veru amerísks hers í landinu sem illa nauðsyn. Þjóðarhreyfingin er fjárvana samtök, sem ekki hefur möguleika á að auglýsa grimmt í fjölmiðlum í harðri samkeppni um athygli almennings. Hreyfingin á því mikið undir því að fjölmiðlar skýri frá því sem hún hefur á prjónunum. Þjóðarhreyfingin efndi því til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu, eins og oft áður þegar hún hefur látið til sín taka í málefnum dagsins. Nú brá svo við að einungis einn fjölmiðill, Morgunblaðið, sá sér fært að senda fréttamann á fundinn, og skýrði myndarlega frá hátíðinni í frétt daginn eftir. Aðrir fjölmiðlar tóku þó við sér og skýrðu stuttlega frá hátíðinni, svo og þeim tilmælum hreyfingarinnar til allra þjóðhollra Íslendinga að flagga þennan dag til að fagna þeim kaflaskiptum, sem nú hafa orðið í sögu þjóðarinnar. Með tveimur undantekningum þó. Hvorki Fréttablaðið né sjónvarp allra landsmanna sáu ástæðu til að eyða svo miklu sem þumlungi dálkarúms eða sekúndubroti til að segja frá fyrirhugaðri hátíð fyrr en eftir á. Fyrir vikið fóru því margir á mis við skemmtilega og fróðlega stund, en þær ræður og ljóð sem þarna voru flutt má finna á heimasíðu Þjóðarhreyfingarinnar www.thjodarhreyfingin.is. Þarna mættust fortíð og framtíð með kveðanda Steindórs Andersen, ættjarðarsöngvum stúlknakórs Kársnesskóla og beittu háði og glensi Bogomils Font og félaga. Pétur Gunnarsson rithöfundur flutti snarpa hugvekju og ræða Jóns Baldvins er eftirminnileg, ekki síst í ljósi þess að þar talaði fyrrum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Washington. Síðast en ekki síst vil ég geta frumflutnings á ljóði sem Matthías skáld Johannessen og fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins orti í tilefni dagsins og færði Þjóðarhreyfingunni. Matthías kallar ljóðið 1.okt., og vegna þess að hann sjálfur var erlendis þennan dag, las Katrín Fjeldsted læknir og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins ljóðið á fundinum. Það fékk þvílíkar viðtökur hátíðargesta að Katrín var klöppuð upp og flutti ljóðið öðru sinni. Höfðu menn á orði að hér færi eitt fegursta ljóð sem Matthías hefur ort. Fer það hér á eftir: Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun
Sunnudagurinn 1. október rann upp hátignarbjartur og fagur og sólskinið flæddi um götur borgarinnar og torg og væntanlega landið allt. Það var ánægjulegt að veðurguðirnir skyldu leggjast á eitt með landsmönnum að gera eftirminnilegan þennan fyrsta dag í 66 ár, sem enginn erlendur hermaður er á íslenskri grund. Þjóðarhreyfingin efndi til hátíðar þennan dag í Sjálfstæðishúsinu gamla við Austurvöll (sem nú nefnist NASA). Dagskráratriði voru við það miðuð að þar gætu komið saman allir þeir þjóðhollir Íslendingar, sem allan hersetutímann hefur dreymt um að hægt yrði að uppfylla þá svardaga ráðamanna við gerð samningsins, að hér skyldi aldrei her á friðartímum - þó svo að þeir hefðu á dögum kalda stríðsins sætt sig við veru amerísks hers í landinu sem illa nauðsyn. Þjóðarhreyfingin er fjárvana samtök, sem ekki hefur möguleika á að auglýsa grimmt í fjölmiðlum í harðri samkeppni um athygli almennings. Hreyfingin á því mikið undir því að fjölmiðlar skýri frá því sem hún hefur á prjónunum. Þjóðarhreyfingin efndi því til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu, eins og oft áður þegar hún hefur látið til sín taka í málefnum dagsins. Nú brá svo við að einungis einn fjölmiðill, Morgunblaðið, sá sér fært að senda fréttamann á fundinn, og skýrði myndarlega frá hátíðinni í frétt daginn eftir. Aðrir fjölmiðlar tóku þó við sér og skýrðu stuttlega frá hátíðinni, svo og þeim tilmælum hreyfingarinnar til allra þjóðhollra Íslendinga að flagga þennan dag til að fagna þeim kaflaskiptum, sem nú hafa orðið í sögu þjóðarinnar. Með tveimur undantekningum þó. Hvorki Fréttablaðið né sjónvarp allra landsmanna sáu ástæðu til að eyða svo miklu sem þumlungi dálkarúms eða sekúndubroti til að segja frá fyrirhugaðri hátíð fyrr en eftir á. Fyrir vikið fóru því margir á mis við skemmtilega og fróðlega stund, en þær ræður og ljóð sem þarna voru flutt má finna á heimasíðu Þjóðarhreyfingarinnar www.thjodarhreyfingin.is. Þarna mættust fortíð og framtíð með kveðanda Steindórs Andersen, ættjarðarsöngvum stúlknakórs Kársnesskóla og beittu háði og glensi Bogomils Font og félaga. Pétur Gunnarsson rithöfundur flutti snarpa hugvekju og ræða Jóns Baldvins er eftirminnileg, ekki síst í ljósi þess að þar talaði fyrrum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Washington. Síðast en ekki síst vil ég geta frumflutnings á ljóði sem Matthías skáld Johannessen og fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins orti í tilefni dagsins og færði Þjóðarhreyfingunni. Matthías kallar ljóðið 1.okt., og vegna þess að hann sjálfur var erlendis þennan dag, las Katrín Fjeldsted læknir og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins ljóðið á fundinum. Það fékk þvílíkar viðtökur hátíðargesta að Katrín var klöppuð upp og flutti ljóðið öðru sinni. Höfðu menn á orði að hér færi eitt fegursta ljóð sem Matthías hefur ort. Fer það hér á eftir:
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun