Viðskipti innlent

Áhugi Marels á Stork Food Systems vekur athygli.

Umfjöllun á forsíðu um möguleg kaup Marel hf. á Stork Food Systems í Het Financieele Dagblad í Hollandi mánudaginn 9. október 2006.
Umfjöllun á forsíðu um möguleg kaup Marel hf. á Stork Food Systems í Het Financieele Dagblad í Hollandi mánudaginn 9. október 2006.
Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli Marels hf. og Stork Food Systems um hugsanlegt nánara samstarf, að því er fram kemur í tilkynningu Marels til Kauphallar Íslands í gær. Tilkynningin er sögð send vegna fjölmiðlaumfjöllunar í Hollandi og á Íslandi um hugsanlega sameiningu Marels og Stork Food Systems.

Het Financieele Dagblad í Hollandi sagði, líkt og Fréttablaðið, frá því í forsíðufrétt í gær að Marel hefði hug á að taka yfir matvælavinnsluvélahluta Stork N.V. Staða Stork hefur vakið mikla athygli ytra en félagið á sér tæplega 180 ára sögu í Hollandi. Tveir bandarískir fjárfestingasjóðir sem fara með 32 prósenta hlut í félaginu hafa farið fram á að seldur verði hliðariðnaður frá kjarnastarfsemi félagsins, en forstjóri þess er á móti uppskiptingunni. Hluthafafundur kýs um málið á fimmtudag.

Þá hefur Mergermarket.com eftir talsmanni Stork í gær að félagið væri fyrst nú að heyra af áhuga Marels á Food Systems-hlutanum og sagði félagið ekki eiga í viðræðum við Marel um sölu á matvælavinnsluvélahlutanum. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að vaxa í þeim geira. „Við horfum til allra fjárfestingarkosta í þeim efnum, líka til Marels.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×