Skoðun

Hálskragar eftir aftanákeyrslur?

Í framhaldi af grein minni um bílslys og afleiðingar þeirra (birt í Fréttablaðinu 10.10.2006) ber að að nefna að í bráðalæknisþjónustu hefur notkun hálskraga minnkað talsvert sem stöðluð meðferð eftir umferðarslys. Það kom fram í greininni að flestir eru sammála um notkun hálskraga.

Í raun eru flestir læknar og sjúkraþjálfarar í dag sammála um það að nota ekki hálskraga eftir umferðarslys (nema í þeim fáu alvarlegu tilfellum sem brot á hálslið er til staðar).

Í mörgum rannsóknum hafa verið borinn saman árangur mismunandi meðferða eftir umferðarslys, en meðferðirnar eru annars vegar hefðbundin meðferð sem felst í notkun hálskraga í nokkra daga og hins vegar að nota engin ekki hálskraga ásamt sjúkraþjálfun (léttar æfingar fyrir háls, herðar og bak). Árangurinn er mældur útfrá því hversu lengi viðkomandi er að ná sér verkjalega séð og einnig hversu lengi viðkomandi er frá vinnu sökum einkenna eftir slysið (álagsbundin verkur í aftanverðum hálsi og herðum og höfuðverkur).

Niðurstöður benda til þess að notkun hálskraga seinki lækningaferlinu talsvert og þar með batanum. Þannig er besta meðferðin virkar æfingar fyrir háls og herðar ásamt því að forðast of mikla hvíld (liggjandi eða sitjandi). Helstu rök fyrir þessu eru að hálsvöðvar eru virkjaðir og þannig tapast ekki vöðvastyrkur í djúpu hálsvöðvunum sem veita m.a. hálsliðum stöðugleika. Hálskragi veitir ytri stöðugleika en með notkun hans slappast djúpu hálsvöðvanir og þegar hætt er að nota hálskragann versnar viðkomandi gjarnan í kjölfarið.




Skoðun

Sjá meira


×