Scarlett syngur lög Tom Waits 18. október 2006 13:45 Leikkonan gullfallega Nú á eftir að koma í ljós hvort stelpan, sem er af mörgum talin ein fallegasta kona heims, sé einnig með gullrödd. MYND/Getty Scarlett Johansson hefur skrifað undir plötusamning við Atco, sem er á vegum Rhino Records. Hún dvelst þessa dagana í stúdíói þar sem hún syngur lög Tom Waits, en platan, sem ætti að líta dagsins ljós með vorinu, heitir einmitt Scarlett Sings Tom Waits. Scarlett er eins og allir vita ekki fyrsta Hollywood-daman sem daðrar við frama í söngheiminum. Paris Hilton sló nýlega í gegn á heimsvísu með söng sínum um blindar stjörnur, en raddbönd þeirra Lindsay Lohan og Hilary Duff hafa líka dugað til að klífa vinsældalista. Scarlett hefur þó löngum þótt skera sig úr röðum ungra Hollywoodkvenna, og neitar til dæmis að svelta sig niður í ásættanlegar fatastærðir. Það kom því mörgum á óvart þegar áform hennar um plötuútgáfu urðu ljós og þóttu einhverjum hún svíkja lit. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Scarlett lætur til sín taka í söngnum, því í vor söng hún lag George Gershwins, Summertime, inn á safnplötuna Unexpected Dreams: Songs from the Stars. Þeir sem til leikkonunnar fallegu þekkja segja þó að hún geti vel haldið lagi og syngi hvíslandi röddu. Tom Waits aðdáendur ættu því ekki að örvænta alveg strax. Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Scarlett Johansson hefur skrifað undir plötusamning við Atco, sem er á vegum Rhino Records. Hún dvelst þessa dagana í stúdíói þar sem hún syngur lög Tom Waits, en platan, sem ætti að líta dagsins ljós með vorinu, heitir einmitt Scarlett Sings Tom Waits. Scarlett er eins og allir vita ekki fyrsta Hollywood-daman sem daðrar við frama í söngheiminum. Paris Hilton sló nýlega í gegn á heimsvísu með söng sínum um blindar stjörnur, en raddbönd þeirra Lindsay Lohan og Hilary Duff hafa líka dugað til að klífa vinsældalista. Scarlett hefur þó löngum þótt skera sig úr röðum ungra Hollywoodkvenna, og neitar til dæmis að svelta sig niður í ásættanlegar fatastærðir. Það kom því mörgum á óvart þegar áform hennar um plötuútgáfu urðu ljós og þóttu einhverjum hún svíkja lit. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Scarlett lætur til sín taka í söngnum, því í vor söng hún lag George Gershwins, Summertime, inn á safnplötuna Unexpected Dreams: Songs from the Stars. Þeir sem til leikkonunnar fallegu þekkja segja þó að hún geti vel haldið lagi og syngi hvíslandi röddu. Tom Waits aðdáendur ættu því ekki að örvænta alveg strax.
Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira