Sony innkallar eigin rafhlöður 18. október 2006 06:00 sony vaio Búist er við að hagnaður hátækniframleiðandans Sony dragist verulega saman á árinu vegna innkallana á ríflega 8 milljónum rafhlaðna fyrir fartölvur. MYND/AFP Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Greiningaraðilar telja líkur á talsvert minni hagnaði í ár en í fyrra. Hinir ýmsu fartölvuframleiðendur jafnt í Bandaríkjunum sem í Japan hafa innkallað ríflega 8 milljónir rafhlaðna undir merkjum Sony á heimsvísu og er búist við að nokkrir þeirra kunni að fara fram á greiðslu skaðabóta frá hendi Sony. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um tíu tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður, sem seldar voru með fartölvum Sony. Verði það raunin hefur það enn frekari áhrif á hagnað fyrirtækisins. Sony reiknaði með 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið. Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Greiningaraðilar telja líkur á talsvert minni hagnaði í ár en í fyrra. Hinir ýmsu fartölvuframleiðendur jafnt í Bandaríkjunum sem í Japan hafa innkallað ríflega 8 milljónir rafhlaðna undir merkjum Sony á heimsvísu og er búist við að nokkrir þeirra kunni að fara fram á greiðslu skaðabóta frá hendi Sony. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um tíu tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður, sem seldar voru með fartölvum Sony. Verði það raunin hefur það enn frekari áhrif á hagnað fyrirtækisins. Sony reiknaði með 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið.
Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira