Eðlileg ákvörðun 19. október 2006 06:00 Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni markar vissulega nokkur tímamót. Ákvörðunin styðst við gild rök. En framhjá hinu verður ekki horft að hún getur reynst umdeild. Þetta mál hefur verið lengi á dagskrá. Það er snúið um marga hluti. Þar hefur bæði komið til flókin þjóðréttarleg staða og heitar tilfinningar án skyldleika við vísindaleg rök um sjálfbærar veiðar. Kjarni málsins er fólginn í þeirri staðreynd að vísindamenn hafa lengi mælt með ákveðnum takmörkuðum veiðum á einstökum hvalastofnum, Enginn vafi leikur því á að innan þeirra marka byggjast hvalveiðar á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu. Aukheldur hafa vísindamenn sýnt fram á að til lengri tíma er mikilvægt að jafnvægi sé í nýtingu helstu nytjastofna sjávar. Það er einfaldlega innra samhengi í lífríkinu sem ekki er unnt að líta framhjá. Rökin fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju byggja fyrst og fremst á þessum sjónarmiðum. Önnur efnahagsleg rök hafa ekki þýðingu. Þjóðréttarlegar hindranir hafa hins vegar verið í vegi nýtingar á vísindalegum grundvelli. Innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa þau ríki haft undirtök sem virt hafa vísindaleg rök að vettugi. Þar hafa lönd eins og Bretland og Bandaríkin verið í fararbroddi. Þversögnin í afstöðu Bandaríkjanna hefur verið einstök. Þau hafa beitt áhrifum sínum til þess að hindra veiðar annarra þjóða á vísindalegum grundvelli. En á sama tíma hafa þau sjálf leyft veiðar án þess að uppfylla þau skilyrði. Það voru mistök þegar Alþingi samþykkti með eins atkvæðis mun að mótmæla ekki hvalveiðibanninu á sínum tíma. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur ekki um langan tíma fengist til þess að fjalla um verndun og nýtingu hvalastofna á grundvelli alþjóða hvalveiðisáttmálans. Í því ljósi var úrsögnin úr ráðinu eðlileg og nauðsynleg með þeim skýringum sem þá voru gefnar og opnun á inngöngu að nýju með fyrirvara gagnvart banni við veiðum. Á daginn kom að innganga með slíkum fyrirvara var eina leiðin til þess að koma okkur í sömu þjóðréttarlegu stöðu og Norðmenn hafa haft. Það skref var því afar mikilvægt og var farsællega ráðið. Fyrir þá sök er þjóðréttarleg staða okkar nú óumdeild. Tilfinningaleg afstaða einstaklinga, samtaka og ríkisstjórna er á hinn bóginn staðreynd sem taka verður alvarlega. Reynsla Norðmanna er að vísu sú að hvalveiðar síðustu ára hafa ekki haft nein skaðleg áhrif. Við verðum hins vegar að reikna með því að andstæðingar hvalveiða séu upplitsdjarfari þegar minni þjóð á í hlut. Andstaðan við hvalveiðar er þess konar að óráðlegt er að taka áhættu í því efni nema fullgildar ástæður standi til þess. Þó að máli skipti að sýna í verki fullveldisrétt okkar eru það ekki rök sem ein og sér duga til þess að taka ákvörðun eins og þá sem nú hefur verið tekin. Það eru skýr vísindaleg rök fyrir jafnvægi í lífríki sjávar sem hér eru í húfi. Að þeim rökum virtum var það eðlileg ákvörðun og í samræmi við stefnumörkun Alþingis að stíga þetta skref. Rétt er að Alþjóðahvalveiðiráðið taki nú til endurskoðunar innra starf sitt. Í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað er í raun mikilvægt að ráðið taki virka forystu um raunverulega verndun og stjórn á nýtingu hvalastofna. Það er einfaldlega betri kostur en að láta veiðar þróast án alþjóðlegrar stjórnunar. Íslensk stjórnvöld eiga sem fyrr að vera reiðubúin til virkrar þátttöku í slíku starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni markar vissulega nokkur tímamót. Ákvörðunin styðst við gild rök. En framhjá hinu verður ekki horft að hún getur reynst umdeild. Þetta mál hefur verið lengi á dagskrá. Það er snúið um marga hluti. Þar hefur bæði komið til flókin þjóðréttarleg staða og heitar tilfinningar án skyldleika við vísindaleg rök um sjálfbærar veiðar. Kjarni málsins er fólginn í þeirri staðreynd að vísindamenn hafa lengi mælt með ákveðnum takmörkuðum veiðum á einstökum hvalastofnum, Enginn vafi leikur því á að innan þeirra marka byggjast hvalveiðar á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu. Aukheldur hafa vísindamenn sýnt fram á að til lengri tíma er mikilvægt að jafnvægi sé í nýtingu helstu nytjastofna sjávar. Það er einfaldlega innra samhengi í lífríkinu sem ekki er unnt að líta framhjá. Rökin fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju byggja fyrst og fremst á þessum sjónarmiðum. Önnur efnahagsleg rök hafa ekki þýðingu. Þjóðréttarlegar hindranir hafa hins vegar verið í vegi nýtingar á vísindalegum grundvelli. Innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa þau ríki haft undirtök sem virt hafa vísindaleg rök að vettugi. Þar hafa lönd eins og Bretland og Bandaríkin verið í fararbroddi. Þversögnin í afstöðu Bandaríkjanna hefur verið einstök. Þau hafa beitt áhrifum sínum til þess að hindra veiðar annarra þjóða á vísindalegum grundvelli. En á sama tíma hafa þau sjálf leyft veiðar án þess að uppfylla þau skilyrði. Það voru mistök þegar Alþingi samþykkti með eins atkvæðis mun að mótmæla ekki hvalveiðibanninu á sínum tíma. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur ekki um langan tíma fengist til þess að fjalla um verndun og nýtingu hvalastofna á grundvelli alþjóða hvalveiðisáttmálans. Í því ljósi var úrsögnin úr ráðinu eðlileg og nauðsynleg með þeim skýringum sem þá voru gefnar og opnun á inngöngu að nýju með fyrirvara gagnvart banni við veiðum. Á daginn kom að innganga með slíkum fyrirvara var eina leiðin til þess að koma okkur í sömu þjóðréttarlegu stöðu og Norðmenn hafa haft. Það skref var því afar mikilvægt og var farsællega ráðið. Fyrir þá sök er þjóðréttarleg staða okkar nú óumdeild. Tilfinningaleg afstaða einstaklinga, samtaka og ríkisstjórna er á hinn bóginn staðreynd sem taka verður alvarlega. Reynsla Norðmanna er að vísu sú að hvalveiðar síðustu ára hafa ekki haft nein skaðleg áhrif. Við verðum hins vegar að reikna með því að andstæðingar hvalveiða séu upplitsdjarfari þegar minni þjóð á í hlut. Andstaðan við hvalveiðar er þess konar að óráðlegt er að taka áhættu í því efni nema fullgildar ástæður standi til þess. Þó að máli skipti að sýna í verki fullveldisrétt okkar eru það ekki rök sem ein og sér duga til þess að taka ákvörðun eins og þá sem nú hefur verið tekin. Það eru skýr vísindaleg rök fyrir jafnvægi í lífríki sjávar sem hér eru í húfi. Að þeim rökum virtum var það eðlileg ákvörðun og í samræmi við stefnumörkun Alþingis að stíga þetta skref. Rétt er að Alþjóðahvalveiðiráðið taki nú til endurskoðunar innra starf sitt. Í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað er í raun mikilvægt að ráðið taki virka forystu um raunverulega verndun og stjórn á nýtingu hvalastofna. Það er einfaldlega betri kostur en að láta veiðar þróast án alþjóðlegrar stjórnunar. Íslensk stjórnvöld eiga sem fyrr að vera reiðubúin til virkrar þátttöku í slíku starfi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun