Tónlist

Berst fyrir hatti sínum

Bono saknar hattsins síns Friður ekki í sjónmáli enn, því hart er barist um yfirráð yfir klæðnaði U2.
Bono saknar hattsins síns Friður ekki í sjónmáli enn, því hart er barist um yfirráð yfir klæðnaði U2.

Bono stendur þessa dagana í stappi við fyrrverandi stílista U2, sem vill ekki afhenda meðlimum U2 klæðnað sem þeir segja hann hafa hnuplað þegar hann vann fyrir þá.

Stílistinn Lola Cashman heldur því hins vegar fram að henni hafi verið gefinn klæðnaðurinn, en meðal flíkanna er Stetson-hatturinn sem prýddi höfuð Bonos á umslagi plötunnar Rattle and Hum. Eftir að Lola reyndi að selja einhverjar flíkur á uppboði hjá Christie's árið 2002 gengu lögfræðingar U2 í málið til að stöðva hana. U2 vann málið gegn henni í fyrra, en ekki vildi betur til en svo að Lola áfrýjaði dómnum og hefur Bono því neyðst til að mæta fyrir rétt í Dublin í þessari löngu forræðisdeilu um Stetson-hattinn góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×