MTV og Airwaves-hljómsveit í draugagöngu 19. október 2006 12:15 Jónas Freydal Lóðsaði MTV og We Are Scientists um Reykjavík í gær. Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV falaðist eftir viðtali við þá Scientists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegur vinkill á Íslandi í tengslum við Airwaves. „Þetta verður bara ósköp venjuleg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar á bak við Alþingi. Þar fáum við skilaboð frá álfum og huldufólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og víkingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur staðfasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stórvirkjanaframkvæmdir hvað varðar fjárhag þjóðarbúsins. „Draugagangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafnmikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 löndum. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Airwaves. Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV falaðist eftir viðtali við þá Scientists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegur vinkill á Íslandi í tengslum við Airwaves. „Þetta verður bara ósköp venjuleg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar á bak við Alþingi. Þar fáum við skilaboð frá álfum og huldufólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og víkingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur staðfasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stórvirkjanaframkvæmdir hvað varðar fjárhag þjóðarbúsins. „Draugagangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafnmikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 löndum. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Airwaves.
Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira