Tónlist

Hjörtur á metið

hjörtur geirsson Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson kláraði sína fyrstu og einu plötu á aðeins tólf tímum.
hjörtur geirsson Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson kláraði sína fyrstu og einu plötu á aðeins tólf tímum. MYND/Teitur

Hljómsveitirnar Gavin Portland og Botnleðja eru ekki þær einu sem hafa tekið upp plötur á mettíma, því tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson tók upp fyrstu plötu sína á aðeins tólf klukkutímum árið 2001.

Nýverið greindum við frá líklegu Íslandsmeti Gavins Portland, sem kláraði nýjustu plötu sína III. Views of Distant Towns á fjórtán tímum.

Hjörtur, sem hefur m.a. sent lög sín í lagakeppnir í Nashville með góðum árangri, virðist aftur á móti eiga metið. Sagðist hann í samtali við Fréttablaðið eiga fullt af lögum á lager sem bíði útgáfu en hann er með hljóðver heima hjá sér sem hann hefur nýtt sér til fullnustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×