Melódískt orgelpopp 20. október 2006 10:30 Mates of State Bring it Back Niðurstaða: Hjónakornin í Mates of State halda áfram að fóðra okkur á melódísku indí-poppi sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik. Ágæt plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda.
Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira