Peningaskápurinn ... 20. október 2006 06:00 Barningur vegna brjóstmálsDanskar konur eiga sumar hverjar erfitt með að hneppa efstu tölum blússa og jakka sem að öðru leyti smellpassa, samkvæmt umfjöllun Nyhedsavisen í gær. Framleiðendur fatnaðar hafa brugðist við kvörtunum og bætt nokkrum sentímetrum við brjóstmálið í hönnun á nýjum fatnaði.Greint er frá því að dönsku fataframleiðendurnir Jackpot og InWear hafi síðustu ár fengið athugasemdir frá um 200 verslunum í Danmörku um þennan vandræðagang. Þannig er medium stærðin frá Jackpot núna um tveimur sentimetrum víðari yfir brjóstið en áður. Breytingin er hins vegar rakin til þess að konur láta í auknum mæli bæta í brjóstin á sér sílíkonfyllingu og jafnvel til breyttra lifnaðarhátta sem valdið hafi breytingum á vaxtarlagi.Sparnaðarstríð í boði LandsbankansVerðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis.Baráttan fari nú fram á markaðnum fyrir aðgengilega sparnaðarreikninga og hafi verið hrundið af stað með nýjum sparnaðarreikningi Landsbankans í Bretlandi, Icesave, sem veitir 5,2 prósenta ávöxtun á spariféð. Það mun vera töluvert yfir því sem aðrir bankar bjóða á sambærilegum reikningum. Vefsíðan varar lesendur sína þó við því að hlaupa upp til handa og fóta og skipta um banka. Telji þeir sig ekki geta haldið í það minnsta 250 pundum inni á reikningnum sé betra að skipta ekki, því við það falli vextirnir niður í 0,5 prósent. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Barningur vegna brjóstmálsDanskar konur eiga sumar hverjar erfitt með að hneppa efstu tölum blússa og jakka sem að öðru leyti smellpassa, samkvæmt umfjöllun Nyhedsavisen í gær. Framleiðendur fatnaðar hafa brugðist við kvörtunum og bætt nokkrum sentímetrum við brjóstmálið í hönnun á nýjum fatnaði.Greint er frá því að dönsku fataframleiðendurnir Jackpot og InWear hafi síðustu ár fengið athugasemdir frá um 200 verslunum í Danmörku um þennan vandræðagang. Þannig er medium stærðin frá Jackpot núna um tveimur sentimetrum víðari yfir brjóstið en áður. Breytingin er hins vegar rakin til þess að konur láta í auknum mæli bæta í brjóstin á sér sílíkonfyllingu og jafnvel til breyttra lifnaðarhátta sem valdið hafi breytingum á vaxtarlagi.Sparnaðarstríð í boði LandsbankansVerðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis.Baráttan fari nú fram á markaðnum fyrir aðgengilega sparnaðarreikninga og hafi verið hrundið af stað með nýjum sparnaðarreikningi Landsbankans í Bretlandi, Icesave, sem veitir 5,2 prósenta ávöxtun á spariféð. Það mun vera töluvert yfir því sem aðrir bankar bjóða á sambærilegum reikningum. Vefsíðan varar lesendur sína þó við því að hlaupa upp til handa og fóta og skipta um banka. Telji þeir sig ekki geta haldið í það minnsta 250 pundum inni á reikningnum sé betra að skipta ekki, því við það falli vextirnir niður í 0,5 prósent.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira