Peningaskápurinn ... 21. október 2006 06:00 Margt til lista lagtHalldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis, hefur staðið í eldlínunni vegna BARR-málsins svokallaða en Actavis hafði lengi vel augastað á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu.Halldór er ekki síður liðtækur í körfubolta og var í landsliðsklassa á árum áður. Úrvalsdeildarlið ÍR hefur átt í miklum vandræðum við að fylla upp í lið sitt vegna meiðsla og var Halldór því fenginn til að spila með liðinu á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Halldór sýndi gamalkunn tilþrif og skoraði fimm stig gegn sterkum andstæðingum.Munnur fyrir neðan nefVerðbréfastofan eða VBS fjárfestingarbanki eins og fyrirtækið heitir nú hélt veglega veislu í tilefni tíu ára afmælis síns. Þar var margt valinkunnra gesta sem sýndu þessu ágæta fyrirtæki sem vaxið hefur og dafnað sóma með nærveru sinni.Meðal gesta var Davíð Oddsson sem flutti tækifærisræðu með tilheyrandi undirtektum, enda fáir sem standa seðlabankastjóranum á sporði í þeirri list. Tóku gestir bakföll af hlátri hvað eftir annað undir ræðu Davíðs. Hann sagðist sjálfur hafa verið efins um að taka að sér þetta hlutverk.„Síðast þegar ég opnaði munninn varð allt vitlaust," sagði Davíð og bætti því við að hann hafi spurt tannlækninn sinn til öryggis tveimur dögum síðar hvort hann yrði líka vitlaus ef hann opnaði munninn. „Það hefði ekki verið gott því hann var með bor," bætti Davíð við og fór síðan fögrum orðum um forstjórann Jafet Ólafsson sem hann sagðist hafa leitað ráða hjá.„Eða hlerað, eins og væri kannski betra að orða það þessa dagana." Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Margt til lista lagtHalldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis, hefur staðið í eldlínunni vegna BARR-málsins svokallaða en Actavis hafði lengi vel augastað á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu.Halldór er ekki síður liðtækur í körfubolta og var í landsliðsklassa á árum áður. Úrvalsdeildarlið ÍR hefur átt í miklum vandræðum við að fylla upp í lið sitt vegna meiðsla og var Halldór því fenginn til að spila með liðinu á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Halldór sýndi gamalkunn tilþrif og skoraði fimm stig gegn sterkum andstæðingum.Munnur fyrir neðan nefVerðbréfastofan eða VBS fjárfestingarbanki eins og fyrirtækið heitir nú hélt veglega veislu í tilefni tíu ára afmælis síns. Þar var margt valinkunnra gesta sem sýndu þessu ágæta fyrirtæki sem vaxið hefur og dafnað sóma með nærveru sinni.Meðal gesta var Davíð Oddsson sem flutti tækifærisræðu með tilheyrandi undirtektum, enda fáir sem standa seðlabankastjóranum á sporði í þeirri list. Tóku gestir bakföll af hlátri hvað eftir annað undir ræðu Davíðs. Hann sagðist sjálfur hafa verið efins um að taka að sér þetta hlutverk.„Síðast þegar ég opnaði munninn varð allt vitlaust," sagði Davíð og bætti því við að hann hafi spurt tannlækninn sinn til öryggis tveimur dögum síðar hvort hann yrði líka vitlaus ef hann opnaði munninn. „Það hefði ekki verið gott því hann var með bor," bætti Davíð við og fór síðan fögrum orðum um forstjórann Jafet Ólafsson sem hann sagðist hafa leitað ráða hjá.„Eða hlerað, eins og væri kannski betra að orða það þessa dagana."
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira