Velti vöngum yfir fundi Romans Abramovitsj og Ólafs Ragnars 31. október 2006 06:30 Lars Christensen hagfræðingur hjá Danske bank. Segist hafa verið að grínast þegar hann bendi samstarfsmönnum sínum á að Abramovitsj hafi verið í heimsókn á Íslandi. Hagfræðingur hjá greiningardeild Danske bank í Kaupmannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bankanum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krónunnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvupósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Í póstinum lýsir Christensen því mati sínu að vandinn við íslenskt viðskiptaumhverfi sé ekki „óhreint“ fjármagn, heldur frekar það ójafnvægi sem efnahagslífið sé í. Hann bendir samstarfsmönnum sínum samt sem áður á þá staðreynd að þegar hann var sjálfur í heimsókn á Íslandi í síðustu viku hafi rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj verið hér líka. Orðrétt segir í tölvupóstinum: „Hann átti fund með forseta Íslands... en það er auðvitað alveg „eðlilegt“ ... eða hvað?? Ég er ekki með neinar ályktanir hér – aðeins að benda á þetta. Svo farið varlega...“ Christensen segir í samtali við Fréttablaðið að eftir á að hyggja hafi athugasemdin um Abramovitsj verið vanhugsuð og hann hafi skrifað hana í gríni. „Ég spaugaði til dæmis með það við Davíð Oddsson í síðustu viku að Abramovitsj væri kominn til Íslands til að kaupa Fram,“ segir Christensen. Abramovitsj var hér í opinberri heimsókn sem ríkisstjóri Chukotka í Rússlandi. Aðspurður segist Christensen vel hafa vitað af ástæðunni fyrir því að Abramovitsj var á Íslandi en ekki fundist ástæða til að hafa það með í tölvupóstinum. „Það sem ég skrifaði er samt allt satt og rétt og stend ég við það,“ segir Christensen. „Danske bank hefur áður sett fram þá skoðun sína um íslenskt efnahagslíf að það sé í ójafnvægi, og hún hefur ekki breyst,“ segir hann. „Ég vil benda á að í [gær] sendi ég út nýjan tölvupóst þar sem ég held því fram að umfjöllun Extra bladet hafi engin áhrif á íslenska markaðinn og bið miðlara okkar að hafa það að leiðarljósi,“ segir Christensen. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Hagfræðingur hjá greiningardeild Danske bank í Kaupmannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bankanum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krónunnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvupósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Í póstinum lýsir Christensen því mati sínu að vandinn við íslenskt viðskiptaumhverfi sé ekki „óhreint“ fjármagn, heldur frekar það ójafnvægi sem efnahagslífið sé í. Hann bendir samstarfsmönnum sínum samt sem áður á þá staðreynd að þegar hann var sjálfur í heimsókn á Íslandi í síðustu viku hafi rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj verið hér líka. Orðrétt segir í tölvupóstinum: „Hann átti fund með forseta Íslands... en það er auðvitað alveg „eðlilegt“ ... eða hvað?? Ég er ekki með neinar ályktanir hér – aðeins að benda á þetta. Svo farið varlega...“ Christensen segir í samtali við Fréttablaðið að eftir á að hyggja hafi athugasemdin um Abramovitsj verið vanhugsuð og hann hafi skrifað hana í gríni. „Ég spaugaði til dæmis með það við Davíð Oddsson í síðustu viku að Abramovitsj væri kominn til Íslands til að kaupa Fram,“ segir Christensen. Abramovitsj var hér í opinberri heimsókn sem ríkisstjóri Chukotka í Rússlandi. Aðspurður segist Christensen vel hafa vitað af ástæðunni fyrir því að Abramovitsj var á Íslandi en ekki fundist ástæða til að hafa það með í tölvupóstinum. „Það sem ég skrifaði er samt allt satt og rétt og stend ég við það,“ segir Christensen. „Danske bank hefur áður sett fram þá skoðun sína um íslenskt efnahagslíf að það sé í ójafnvægi, og hún hefur ekki breyst,“ segir hann. „Ég vil benda á að í [gær] sendi ég út nýjan tölvupóst þar sem ég held því fram að umfjöllun Extra bladet hafi engin áhrif á íslenska markaðinn og bið miðlara okkar að hafa það að leiðarljósi,“ segir Christensen.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira