Reykjavík og Akureyri selja hlut sinn í Landsvirkjun 1. nóvember 2006 03:30 Landsvirkjun Tilkynnt verður í dag um sölu á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar á helmingshlut í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Þetta staðfestu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra við Fréttablaðið í gær. Heildarverðmæti Landsvirkjunar er metið á tæplega 61 milljarð og nemur söluverðið um 30 milljörðum króna. Akureyrarbær á fimm prósenta hlut í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45 prósent og íslenska ríkið helmingshlut. Eftir söluna eignast ríkið Landsvirkjun að fullu en ríkið greiðir fyrir hlut sinn í formi lífeyrisskuldbindinga, Akureyrarbæ að verðmæti rúmlega þriggja milljarða og Reykjavíkurborg rúmlega 27 milljarða. Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Akureyrar eiga enn eftir að samþykkja söluna en gengið hefur verið frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaganna beggja með þeim fyrirvara að salan verði samþykkt. Breyta þarf fyrstu grein laga um Landsvirkjun til þess að breytingar á eignarhaldi standist lögin. Í fyrstu greininni segir að Landsvirkjun sé ¿sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar¿ en lögin breytast um leið og íslenska ríkið verður eitt eigandi að öllum hlutum í fyrirtækinu. Sala Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á hlutnum í Landsvirkjun hefur átt sér langan aðdraganda en fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna hafa fundað reglulega á þessu ári um það hvernig sölunni skuli háttað. Eftir viðræður milli ríkisins og forsvarsmanna Reykjavíkurborgar og Akureyrar náðist samkomulag um heildarverðmæti Landsvirkjunar og var þá ákveðið að ganga frá sölunni til ríkisins. Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Landsvirkjun Tilkynnt verður í dag um sölu á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar á helmingshlut í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Þetta staðfestu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra við Fréttablaðið í gær. Heildarverðmæti Landsvirkjunar er metið á tæplega 61 milljarð og nemur söluverðið um 30 milljörðum króna. Akureyrarbær á fimm prósenta hlut í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 45 prósent og íslenska ríkið helmingshlut. Eftir söluna eignast ríkið Landsvirkjun að fullu en ríkið greiðir fyrir hlut sinn í formi lífeyrisskuldbindinga, Akureyrarbæ að verðmæti rúmlega þriggja milljarða og Reykjavíkurborg rúmlega 27 milljarða. Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Akureyrar eiga enn eftir að samþykkja söluna en gengið hefur verið frá samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaganna beggja með þeim fyrirvara að salan verði samþykkt. Breyta þarf fyrstu grein laga um Landsvirkjun til þess að breytingar á eignarhaldi standist lögin. Í fyrstu greininni segir að Landsvirkjun sé ¿sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar¿ en lögin breytast um leið og íslenska ríkið verður eitt eigandi að öllum hlutum í fyrirtækinu. Sala Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á hlutnum í Landsvirkjun hefur átt sér langan aðdraganda en fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna hafa fundað reglulega á þessu ári um það hvernig sölunni skuli háttað. Eftir viðræður milli ríkisins og forsvarsmanna Reykjavíkurborgar og Akureyrar náðist samkomulag um heildarverðmæti Landsvirkjunar og var þá ákveðið að ganga frá sölunni til ríkisins.
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira