Landsbjörg aflar fjár með neyðarkalli 3. nóvember 2006 06:45 Jón Ingi Sigvaldason Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“ Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“
Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira