Segir aðhalds hafa verið gætt 4. nóvember 2006 06:00 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vísar því á bug að íslenska ríkið gæti ekki nægilegs aðhalds í ríkisfjármálum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri gagnrýndi íslensk stjórnvöld á fundi á fimmtudag fyrir að sýna ekki nægilegt aðhald í ríkisfjármálum á þenslutímum. Á sama tíma kynnti bankinn ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í fjórtán prósentum. „Það hefur verið mikið aðhald í ríkisfjármálunum og aðgerðir í þá veru hafa haft mikil sveiflujöfnunaráhrif út í samfélagið. Þetta sýna mælingar í þessum efnum,“ segir Árni og bendir á að sveiflujöfnunaráhrif ríkissjóðs hafi jafnvel verið meiri heldur en aðgerðir Seðlabanka Íslands. „Ég held að það sé vel hægt að sýna fram á það, með skýrum rökum, að sveiflujöfnunaráhrif vegna aðgerða ríkissjóðs hafi haft meiri áhrif heldur en sambærilegar aðgerðir Seðlabanka Íslands, án þess að í því felist sérstök gagnrýni á Seðlabankann.“ Í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á opnum fundi bankans á fimmtudag, kom fram að tímasetning stjórnvalda um að aflétta gjöldum af innfluttum matvælum í mars á næsta ári væri óheppileg. Því er Árni ekki sammála. „Allir þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum síðustu árin, hafa mátt búast við því að farið yrði í lækkun virðisaukaskattsins fyrr eða síðar. Það hefur verið lengi á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Eðlilegt er að besta tímasetningin komi til þegar stóriðjuframkvæmdum er að ljúka og þannig verður það í vor.“ Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vísar því á bug að íslenska ríkið gæti ekki nægilegs aðhalds í ríkisfjármálum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri gagnrýndi íslensk stjórnvöld á fundi á fimmtudag fyrir að sýna ekki nægilegt aðhald í ríkisfjármálum á þenslutímum. Á sama tíma kynnti bankinn ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í fjórtán prósentum. „Það hefur verið mikið aðhald í ríkisfjármálunum og aðgerðir í þá veru hafa haft mikil sveiflujöfnunaráhrif út í samfélagið. Þetta sýna mælingar í þessum efnum,“ segir Árni og bendir á að sveiflujöfnunaráhrif ríkissjóðs hafi jafnvel verið meiri heldur en aðgerðir Seðlabanka Íslands. „Ég held að það sé vel hægt að sýna fram á það, með skýrum rökum, að sveiflujöfnunaráhrif vegna aðgerða ríkissjóðs hafi haft meiri áhrif heldur en sambærilegar aðgerðir Seðlabanka Íslands, án þess að í því felist sérstök gagnrýni á Seðlabankann.“ Í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á opnum fundi bankans á fimmtudag, kom fram að tímasetning stjórnvalda um að aflétta gjöldum af innfluttum matvælum í mars á næsta ári væri óheppileg. Því er Árni ekki sammála. „Allir þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum síðustu árin, hafa mátt búast við því að farið yrði í lækkun virðisaukaskattsins fyrr eða síðar. Það hefur verið lengi á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Eðlilegt er að besta tímasetningin komi til þegar stóriðjuframkvæmdum er að ljúka og þannig verður það í vor.“
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira