Greiðsla óheppileg fyrir lífeyrissjóðinn 4. nóvember 2006 09:30 Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“ Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira