Milljarða fjárveiting nær ekki til aldraðra 4. nóvember 2006 09:00 Ríkið greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi yfir 15 milljarða króna til reksturs án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafa verið gerðir um hvernig þessu fé skal varið geta stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Á meðan slíkir samningar hafa ekki verið gerðir hafa engar reglur verið brotnar. Þetta kom fram í máli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands. Dagbjört Þyrí segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið gerir þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Hún nefnir dæmi. „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring.“ Á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði eru 340 rými og heimilið hefur leyfi fyrir 150 einstaklinga á hjúkrunargjöldum á dvalarheimilinu. Þannig er heimilið að fá hjúkrunardaggjöld greidd frá ríkinu fyrir um 150 einstaklinga sem búa á dvalarheimilum Hrafnistu en þau eru um átta þúsund krónum hærri á sólarhring en daggjöld greidd fyrir dvalarheimilisrými. Á sama tíma þurfa önnur heimili sem eingöngu eru hjúkrunarheimili að veita fjórar til fimm hjúkrunarklukkustundir á sólarhring fyrir sömu daggjöld. Dagbjört Þyrí staðfestir þetta. „Það er ljóst að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis eins og Hrafnistu, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, eru ekki að fá þá þjónustu sem ríkið greiðir fyrir eða þá þjónustu sem þeir þarfnast.“ Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Ríkið greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi yfir 15 milljarða króna til reksturs án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafa verið gerðir um hvernig þessu fé skal varið geta stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Á meðan slíkir samningar hafa ekki verið gerðir hafa engar reglur verið brotnar. Þetta kom fram í máli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands. Dagbjört Þyrí segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið gerir þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Hún nefnir dæmi. „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring.“ Á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði eru 340 rými og heimilið hefur leyfi fyrir 150 einstaklinga á hjúkrunargjöldum á dvalarheimilinu. Þannig er heimilið að fá hjúkrunardaggjöld greidd frá ríkinu fyrir um 150 einstaklinga sem búa á dvalarheimilum Hrafnistu en þau eru um átta þúsund krónum hærri á sólarhring en daggjöld greidd fyrir dvalarheimilisrými. Á sama tíma þurfa önnur heimili sem eingöngu eru hjúkrunarheimili að veita fjórar til fimm hjúkrunarklukkustundir á sólarhring fyrir sömu daggjöld. Dagbjört Þyrí staðfestir þetta. „Það er ljóst að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis eins og Hrafnistu, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, eru ekki að fá þá þjónustu sem ríkið greiðir fyrir eða þá þjónustu sem þeir þarfnast.“
Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira