Umhverfisvernd í verki 14. nóvember 2006 06:00 Dómsdagsspár eru ekki nýjar af nálinni og í sögu mannkyns hefur útrýmingu þess verið spáð ítrekað. Sem betur fer hefur þó engin þessara spáa ræst enn sem komið er. Ein nýleg gerir ráð fyrir hruni fiskstofnanna, ekki síst vegna breytinga á sjávarhita í kjölfar gróðurhúsaáhrifa, sem eru tilkomin vegna skammtímahugsunar og gróðasjónarmiða mannkyns. Vísindamenn eru að vísu ekki allir sammála þessu og kenningar þeirra og umræður segja okkur hinum það eitt að lítið er vitað. En í fáfræði okkar hljótum við þó að verða að leggjast á eitt og gera okkar besta til að vernda lífsskilyrði á jörðinni svo kynslóðir afkomenda okkar geti lifað hér líka. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar landsins verið ¿á grænni grein¿ en það er verkefni á vegum Landverndar sem gengur út á undirbúning og vinnu í umhverfismálum. Á heimasíðu Landverndar er listi yfir þá 77 grunn- og leikskóla sem eru á grænni grein og margir þeirra hafa þegar fengið hinn merka Grænfána til merkis um góðan árangur, jafnvel oftar en einu sinni. Bláfáninn er veittur höfnum og baðströndum sem hafa bætt gæði og þjónustu og stuðlað að verndun umhverfisins. Ef marka má heimasíðu Landverndar hefur Bláfáninn ekki átt sömu vinsældum að fagna og Grænfáninn en góð mál vinnast hægt svo vonandi fjölgar Bláfánahöfnum landsins á næstu árum. Skólar á grænni grein vinna ómetanlegt uppeldisstarf varðandi umhverfismál og börnin læra mikilvægi þess að fara vel með, flokka sorp, spara rafmagn o.s.frv. Í sumum skólum er jafnvel búin til molta úr lífrænum úrgangi og í öllum skólum fer fram mikil umræða um umhverfismál. Börnin eru áhugasöm enda framtíð þeirra í húfi en þó er ljóst að starf skólanna fer fyrir lítið ef því er ekki fylgt eftir á heimilunum. Þess vegna þarf átak í umhverfismálum að vinnast í öllu þjóðfélaginu, á heimilum og vinnustöðum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar sett sér umhverfisstefnu og gengur vonandi vel að fylgja henni eftir. Of víða vantar þó slíka stefnu og sjá má bruðlað með orku, pappír, plast og umbúðir af ýmsu tagi svo fátt eitt sé nefnt. Ef fyrirtæki landsins tækju sig almennt saman í andlitinu í umhverfismálum er ég ekki í vafa um að það skilaði sér inn á heimili starfsmannanna. Þetta snýst nefnilega ekki síst um ákveðið viðhorf og nálgun sem við þurfum öll að temja okkur. Margir hafa unnið gott starf á þessum vettvangi en aðrir láta eins og þeim komi þetta ekki við. Í fararbroddi ættu auk sveitarfélaga og ríkisstofnana t.d. að vera fyrirtæki sem starfa að umhverfismálum og náttúrurannsóknum og -nýtingu, matvælaframleiðslu og í ferðaþjónustu. Auðvitað ættu öll fyrirtæki að tileinka sér þessi vinnubrögð og á heimasíðu Landverndar (www.landvernd.is) er að finna ágætan gátlista sem öllum er frjálst að nýta sér. Margt smátt gerir eitt stórt og þótt þessar ábendingar kunni að virðast léttvægar við fyrstu sýn er alls ekki svo. Ef öll fyrirtæki landsins tileinkuðu sér þessi vinnubrögð gæti sparast ómæld orka, pappír og sorp svo fátt eitt sé nefnt. Meðal ábendinga Landverndar má nefna að hver starfsmaður hafi merktan bolla svo ekki þurfi að þvo bollana oft á dag (plastbollar koma auðvitað ekki til greina), prentað og ljósritað beggja vegna á blöð eins og hægt er, slökkt er á rafmagnstækjum utan skrifstofutíma og keyptar eru inn vistvænar og vottaðar vörur, svo sem pappír og ræstiefni. Allt eru þetta einfaldar aðgerðir en stuðla að umtalsverðum sparnaði hjá fyrirtækjum sem hlýtur að vera eftirsóknarvert auk þess að draga úr sorpi og sóun. Hitt er þó líklega meira um vert að með slíkum aðgerðum verður viðhorfsbreyting hjá öllu starfsfólki sem skilar sér inn á heimili þeirra. Vonandi hafa sem flestir þegar stigið öll þessi skref og mörg fleiri innan dyra hjá sér og nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa t.d. verið til mikillar fyrirmyndar á þessu sviði. Allir geta lagt sitt af mörkum, vilji er allt sem þarf. Þess vegna þarf átak í umhverfismálum að vinnast í öllu þjóðfélaginu, í skólum, á heimilum og í fyrirtækjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Dómsdagsspár eru ekki nýjar af nálinni og í sögu mannkyns hefur útrýmingu þess verið spáð ítrekað. Sem betur fer hefur þó engin þessara spáa ræst enn sem komið er. Ein nýleg gerir ráð fyrir hruni fiskstofnanna, ekki síst vegna breytinga á sjávarhita í kjölfar gróðurhúsaáhrifa, sem eru tilkomin vegna skammtímahugsunar og gróðasjónarmiða mannkyns. Vísindamenn eru að vísu ekki allir sammála þessu og kenningar þeirra og umræður segja okkur hinum það eitt að lítið er vitað. En í fáfræði okkar hljótum við þó að verða að leggjast á eitt og gera okkar besta til að vernda lífsskilyrði á jörðinni svo kynslóðir afkomenda okkar geti lifað hér líka. Undanfarin ár hafa fjölmargir skólar landsins verið ¿á grænni grein¿ en það er verkefni á vegum Landverndar sem gengur út á undirbúning og vinnu í umhverfismálum. Á heimasíðu Landverndar er listi yfir þá 77 grunn- og leikskóla sem eru á grænni grein og margir þeirra hafa þegar fengið hinn merka Grænfána til merkis um góðan árangur, jafnvel oftar en einu sinni. Bláfáninn er veittur höfnum og baðströndum sem hafa bætt gæði og þjónustu og stuðlað að verndun umhverfisins. Ef marka má heimasíðu Landverndar hefur Bláfáninn ekki átt sömu vinsældum að fagna og Grænfáninn en góð mál vinnast hægt svo vonandi fjölgar Bláfánahöfnum landsins á næstu árum. Skólar á grænni grein vinna ómetanlegt uppeldisstarf varðandi umhverfismál og börnin læra mikilvægi þess að fara vel með, flokka sorp, spara rafmagn o.s.frv. Í sumum skólum er jafnvel búin til molta úr lífrænum úrgangi og í öllum skólum fer fram mikil umræða um umhverfismál. Börnin eru áhugasöm enda framtíð þeirra í húfi en þó er ljóst að starf skólanna fer fyrir lítið ef því er ekki fylgt eftir á heimilunum. Þess vegna þarf átak í umhverfismálum að vinnast í öllu þjóðfélaginu, á heimilum og vinnustöðum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar sett sér umhverfisstefnu og gengur vonandi vel að fylgja henni eftir. Of víða vantar þó slíka stefnu og sjá má bruðlað með orku, pappír, plast og umbúðir af ýmsu tagi svo fátt eitt sé nefnt. Ef fyrirtæki landsins tækju sig almennt saman í andlitinu í umhverfismálum er ég ekki í vafa um að það skilaði sér inn á heimili starfsmannanna. Þetta snýst nefnilega ekki síst um ákveðið viðhorf og nálgun sem við þurfum öll að temja okkur. Margir hafa unnið gott starf á þessum vettvangi en aðrir láta eins og þeim komi þetta ekki við. Í fararbroddi ættu auk sveitarfélaga og ríkisstofnana t.d. að vera fyrirtæki sem starfa að umhverfismálum og náttúrurannsóknum og -nýtingu, matvælaframleiðslu og í ferðaþjónustu. Auðvitað ættu öll fyrirtæki að tileinka sér þessi vinnubrögð og á heimasíðu Landverndar (www.landvernd.is) er að finna ágætan gátlista sem öllum er frjálst að nýta sér. Margt smátt gerir eitt stórt og þótt þessar ábendingar kunni að virðast léttvægar við fyrstu sýn er alls ekki svo. Ef öll fyrirtæki landsins tileinkuðu sér þessi vinnubrögð gæti sparast ómæld orka, pappír og sorp svo fátt eitt sé nefnt. Meðal ábendinga Landverndar má nefna að hver starfsmaður hafi merktan bolla svo ekki þurfi að þvo bollana oft á dag (plastbollar koma auðvitað ekki til greina), prentað og ljósritað beggja vegna á blöð eins og hægt er, slökkt er á rafmagnstækjum utan skrifstofutíma og keyptar eru inn vistvænar og vottaðar vörur, svo sem pappír og ræstiefni. Allt eru þetta einfaldar aðgerðir en stuðla að umtalsverðum sparnaði hjá fyrirtækjum sem hlýtur að vera eftirsóknarvert auk þess að draga úr sorpi og sóun. Hitt er þó líklega meira um vert að með slíkum aðgerðum verður viðhorfsbreyting hjá öllu starfsfólki sem skilar sér inn á heimili þeirra. Vonandi hafa sem flestir þegar stigið öll þessi skref og mörg fleiri innan dyra hjá sér og nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa t.d. verið til mikillar fyrirmyndar á þessu sviði. Allir geta lagt sitt af mörkum, vilji er allt sem þarf. Þess vegna þarf átak í umhverfismálum að vinnast í öllu þjóðfélaginu, í skólum, á heimilum og í fyrirtækjum
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun