Bretar spara í LÍ 15. nóvember 2006 09:30 Sigurjón Árnason er ánægður með árangurinn í Bretlandi. MYND/GVA Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira