Viðskipti innlent

Metverð á fiskmarkaði

Metverð fékkst fyrir kíló af fiski á mörkuðum landsins í síðustu viku. 1.332 tonn af fiski voru í boði og var meðalverðið 176,57 krónur á kíló sem er 19,83 krónum meira en vikuna á undan. Meðalverðið fyrir fisk hefur aldrei verið hærra en nú.

Verðið hefur sveiflast nokkuð á fiskmörkuðum síðustu vikurnar en met var slegið á markaðnum fyrir nokkru. Til samanburðar voru 1.000 tonnum meira af fiski í boði á mörkuðunum fyrir hálfum mánuði. Meðalverð fyrir kíló af fiski þá lækkaði hins vegar um fimm prósent á milli vikna en var engu að síður í hærri kantinum. Líkt og í fyrri vikum var mest selt af ýsu á fiskmörkuðum í síðustu viku. Meðalverðið á slægðri ýsu var 158,34 krónur á kíló, sem er rúmum 3,3 krónum meira en í vikunni á undan.

Fiskifréttir vekja athygli á því að skarkoli og hlýri voru í þriðja og fjórða sæti yfir söluhæstu fisktegundir í boði í síðustu viku en slíkt gerist ekki oft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×