Gagnrýnir dómstóla fyrir skort á reynslu og þekkingu 16. nóvember 2006 06:30 Arnar Jensson Kallar eftir umræðu um málsmeðferðir. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur." Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur."
Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira