Tölvur kenna stafsetningu 16. nóvember 2006 06:45 Anton Karl Ingason og Skúli Bernhard Jóhannsson Höfundar veflægs kennsluvefjar sem veitir vélræna kennslu í íslenskum stíl er gæti sparað kennurum talsverða vinnu við upplestur og yfirferð úrlausna. „Þetta er í rauninni bara gamla kennsluaðferðin, íslenski stíllinn, í nýjum búningi," segir Anton Karl Ingason, annar af höfundum námsvefjar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar klukkan tvö í dag - á Degi íslenskrar tungu - við athöfn í Reykjavíkurakademíunni. Anton, sem hefur töluverða reynslu af hugbúnaðargerð, og félagi hans Skúli Bernhard Jóhannsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hafa unnið að námsvefnum undanfarið ár. Ef vefurinn reynist vel, og kemst í almenna notkun í skólakerfinu, getur hann minnkað álag á kennara því hann er algerlega vélrænn; spilar upptökur af íslenskum stílum, fer yfir þá og leiðréttir án þess að mannshöndin komi þar nærri. Auk þess geta nemendur notað vefinn á gagnvirkan hátt til að læra vélritun. Nemandi sem notar vefinn getur hlustað á, og skrifað upp, einn af þeim stílum sem eru vistaðir inni á honum. Eftir að nemandinn hefur lokið við stílinn fer vefurinn yfir hann, leiðréttir og bendir nemandanum á hvaða málfræðireglur hann braut þegar hann skrifaði stílinn. Stílæfingar í forritinu eru tvenns konar: æfingar þar sem nemendur skrifa upp eftir mæltu máli og æfingar þar sem þeir lesa texta af skjánum og skrifa hann niður eftir sjónminni. Allar villur sem nemandinn gerir verða glósaðar og flokkaðar inni á vefnum sem þýðir að fyrir próf mun nemandinn geta rifjað upp hvaða villur hann hefur gert í stílum. „Líklega munu nemendur vinna stílana á tölvur heima hjá sér, því tölvukostur í skólum er ekki nægjanlegur til að allir nemendur hafi aðgang að þeim þar. Kennarar munu geta séð að tiltekinn nemandi hafi gert ákveðið margar n-villur eða y-villur og getur þá hagað þeirri kennslu sem hann veitir viðkomandi nemanda eftir því. Kennarinn sparar sér því ófrjóa handavinnu við yfirferð en fær í staðinn upp í hendurnar verðmæta tölfræði sem hjálpar honum að stýra áherslum í kennslu," segir Anton Karl. Hann segir óþarfa að kennarar lesi enn þá upp og fari yfir stíla þegar tækni sé fyrir hendi til að láta tölvur gera það. Frá og með deginum í dag getur fólk notað námsvefinn www.rettritun.is sér að kostnaðarlausu og segir Anton Karl að ýmsir skólar muni á næstunni reynsluprófa hann. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara gamla kennsluaðferðin, íslenski stíllinn, í nýjum búningi," segir Anton Karl Ingason, annar af höfundum námsvefjar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar klukkan tvö í dag - á Degi íslenskrar tungu - við athöfn í Reykjavíkurakademíunni. Anton, sem hefur töluverða reynslu af hugbúnaðargerð, og félagi hans Skúli Bernhard Jóhannsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hafa unnið að námsvefnum undanfarið ár. Ef vefurinn reynist vel, og kemst í almenna notkun í skólakerfinu, getur hann minnkað álag á kennara því hann er algerlega vélrænn; spilar upptökur af íslenskum stílum, fer yfir þá og leiðréttir án þess að mannshöndin komi þar nærri. Auk þess geta nemendur notað vefinn á gagnvirkan hátt til að læra vélritun. Nemandi sem notar vefinn getur hlustað á, og skrifað upp, einn af þeim stílum sem eru vistaðir inni á honum. Eftir að nemandinn hefur lokið við stílinn fer vefurinn yfir hann, leiðréttir og bendir nemandanum á hvaða málfræðireglur hann braut þegar hann skrifaði stílinn. Stílæfingar í forritinu eru tvenns konar: æfingar þar sem nemendur skrifa upp eftir mæltu máli og æfingar þar sem þeir lesa texta af skjánum og skrifa hann niður eftir sjónminni. Allar villur sem nemandinn gerir verða glósaðar og flokkaðar inni á vefnum sem þýðir að fyrir próf mun nemandinn geta rifjað upp hvaða villur hann hefur gert í stílum. „Líklega munu nemendur vinna stílana á tölvur heima hjá sér, því tölvukostur í skólum er ekki nægjanlegur til að allir nemendur hafi aðgang að þeim þar. Kennarar munu geta séð að tiltekinn nemandi hafi gert ákveðið margar n-villur eða y-villur og getur þá hagað þeirri kennslu sem hann veitir viðkomandi nemanda eftir því. Kennarinn sparar sér því ófrjóa handavinnu við yfirferð en fær í staðinn upp í hendurnar verðmæta tölfræði sem hjálpar honum að stýra áherslum í kennslu," segir Anton Karl. Hann segir óþarfa að kennarar lesi enn þá upp og fari yfir stíla þegar tækni sé fyrir hendi til að láta tölvur gera það. Frá og með deginum í dag getur fólk notað námsvefinn www.rettritun.is sér að kostnaðarlausu og segir Anton Karl að ýmsir skólar muni á næstunni reynsluprófa hann.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent