Góð reynsla af einkarekinni öryggisleit 16. nóvember 2006 06:30 LEIFSSTÖÐ Lögð er áhersla á að gæði öryggisleitarinnar verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum sem gerðar eru um hana á sem hagkvæmastan hátt. Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“ Innlent Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“
Innlent Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira