Börn allt niður í níu ára í sjálfsvígshættu 16. nóvember 2006 06:15 barna- og unglingageðdeild Algengasti aldur þeirra sem koma á Barna- og ungingageðdeild vegna mats á sjálfsvígshættu er 13 til 17 ára. Ástæðurnar eru oftast þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem kynferðislega misnotkun og vanrækslu. Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þessum 138 málum voru 70 til 80 einstaklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þessara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kynferðislega misnotkun eða vanrækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleiðingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hugleiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þessum 138 málum voru 70 til 80 einstaklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þessara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kynferðislega misnotkun eða vanrækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleiðingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hugleiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira