Frá vinnu eftir grófa árás unglingspilta 17. nóvember 2006 01:30 Svæðið þar sem piltarnir réðust á manninn. Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp. Innlent Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp.
Innlent Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira