Hvað er að því að Hafnfirðingar kjósi um stækkun Alcan? 20. nóvember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun