Ekki öll sagan sögð 28. nóvember 2006 05:00 Fréttablaðið tók í gær viðtal við ungan mann, sem á dóttur sem bíður enn eftir plássi á frístundaheimili í borginni. Ræðir ungi maðurinn, Dofri Hermannsson, þessa stöðu og gagnrýnir mig m.a. sem formann ÍTR fyrir að vera athafnastjórnmálamann en sinna þó ekki þessum skyldum mínum. Nú er það svo, að enn eru ríflega sjötíu börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR. Það er of mikið. En samt er það um helmingi minna en t.d. á sama tíma og í fyrra og raunar hefur gengið betur að fá fólk til starfa síðustu daga, sem vonandi skilar sér í fækkun barna á biðlista á næstu dögum. Við höfum líka tekið ákvörðun um að veita yngstu börnunum forgang, sem og þeim sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Sömuleiðis hefur aldrei verið auglýst jafnmikið eftir starfsfólki og þetta árið og þá höfum við lagt spurningar fyrir foreldra barna á biðlista og leitað eftir þeim sem aðeins þurfa hlutavistun, svo fleiri komist að. Allt gerum við þetta vegna þeirrar miklu spurnar sem er eftir vinnuafli. Þetta þekkjum við einnig frá skólum, leikskólum, verslunargeiranum og heilbrigðisþjónustunni. Atvinnuleysi er innan við eitt prósent, atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum og ástandið einfaldlega mjög erfitt að þessu leytinu til. Það er erfitt að fá fólk. En þetta veit Dofri Hermannsson auðvitað. Þótt Fréttablaðið greini ekki frá því, hefur hann einmitt skrifað áður um þessi mál í vetur og ávallt með þeim hætti að reyna að gagnrýna mig persónulega. Það er hans siður, og hann um það. Dofri er nefnilega varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfsmaður flokksins og þess vegna pólitískur andstæðingur, svo ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það sem mér finnst alvarlegra er að Fréttablaðið skuli birta viðtal við Dofra um þessi mál án þess að geta þess að Dofri sé stjórnmálamaður og varaborgarfulltrúi. Spurningin er: Sagði Dofri Fréttablaðinu ekki frá því, eða taldi Fréttablaðið ekki að lesendur ættu að vita af því? Ég tel skynsamlegast í þessari umræðu að koma hreint fram, þegar rætt er um viðkvæm pólitísk deilumál. Ef Dofri Hermannsson telur rétt að blanda börnum sem þurfa þjónustu frístundaheimilis inn í pólitískan slag, þá hann um það. En hann á þá að tala um það sem pólitík, en ekki sleppa því þegar honum hentar. Það er ekki sérlega smekklegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið tók í gær viðtal við ungan mann, sem á dóttur sem bíður enn eftir plássi á frístundaheimili í borginni. Ræðir ungi maðurinn, Dofri Hermannsson, þessa stöðu og gagnrýnir mig m.a. sem formann ÍTR fyrir að vera athafnastjórnmálamann en sinna þó ekki þessum skyldum mínum. Nú er það svo, að enn eru ríflega sjötíu börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR. Það er of mikið. En samt er það um helmingi minna en t.d. á sama tíma og í fyrra og raunar hefur gengið betur að fá fólk til starfa síðustu daga, sem vonandi skilar sér í fækkun barna á biðlista á næstu dögum. Við höfum líka tekið ákvörðun um að veita yngstu börnunum forgang, sem og þeim sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Sömuleiðis hefur aldrei verið auglýst jafnmikið eftir starfsfólki og þetta árið og þá höfum við lagt spurningar fyrir foreldra barna á biðlista og leitað eftir þeim sem aðeins þurfa hlutavistun, svo fleiri komist að. Allt gerum við þetta vegna þeirrar miklu spurnar sem er eftir vinnuafli. Þetta þekkjum við einnig frá skólum, leikskólum, verslunargeiranum og heilbrigðisþjónustunni. Atvinnuleysi er innan við eitt prósent, atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum og ástandið einfaldlega mjög erfitt að þessu leytinu til. Það er erfitt að fá fólk. En þetta veit Dofri Hermannsson auðvitað. Þótt Fréttablaðið greini ekki frá því, hefur hann einmitt skrifað áður um þessi mál í vetur og ávallt með þeim hætti að reyna að gagnrýna mig persónulega. Það er hans siður, og hann um það. Dofri er nefnilega varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfsmaður flokksins og þess vegna pólitískur andstæðingur, svo ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það sem mér finnst alvarlegra er að Fréttablaðið skuli birta viðtal við Dofra um þessi mál án þess að geta þess að Dofri sé stjórnmálamaður og varaborgarfulltrúi. Spurningin er: Sagði Dofri Fréttablaðinu ekki frá því, eða taldi Fréttablaðið ekki að lesendur ættu að vita af því? Ég tel skynsamlegast í þessari umræðu að koma hreint fram, þegar rætt er um viðkvæm pólitísk deilumál. Ef Dofri Hermannsson telur rétt að blanda börnum sem þurfa þjónustu frístundaheimilis inn í pólitískan slag, þá hann um það. En hann á þá að tala um það sem pólitík, en ekki sleppa því þegar honum hentar. Það er ekki sérlega smekklegt.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun