Karlar til ábyrgðar 28. nóvember 2006 05:00 Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor urðu þau ánægjulegu tíðindi að verkefnið Karlar til ábyrgðar (KTÁ) var endurreist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeiting þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sálfræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en meginþungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldisbeiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðunarmynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum tilverunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferðina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í sambandinu höfðu þau undantekningarlaust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þolandinn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvitundin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan vítahring.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun