Latibær – alltaf hress, aldrei skemmtilegur! 28. nóvember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu á sunnudaginn var viðtal við Magnús Scheving um frægð og framgang Latabæjar. Þetta er eitt af fjölmörgum viðtölum og greinum og fréttum um „ólinnandi söngfrægð“ þessa sjónvarpsefnis fyrir börn um heim allan svo vitnað sé í söguna góðu um Garðar Hólm. Nú ber svo við að í síðasta Tímariti Máls og menningar birtist gagnrýnin grein um Latabæ og á því getur bara verið ein skýring að mati Magnúsar: „Án þess að vita neitt um það efast ég um að hún [greinarhöfundur] eigi börn. Það skiptir töluverðu máli þegar maður eignast börn, þá hugsar maður öðruvísi,“ segir Magnús. Það síðastnefnda get ég, greinarhöfundurinn, tekið undir. Það breytti lífi mínu mjög þegar við hjónin eignuðumst strákana okkar tvo. Þá kviknaði líka áhugi minn á barnamenningu og barnabókmenntum.GróðabrallÉg vil gera eitt alveg ljóst í upphafi þessa máls. Ég hef ekkert á móti peningum. Ég hef ekkert á móti því að menn fái almennilega borgað fyrir vinnu sína og komi þeir ár sinni fyrir borð og auðgist á heiðvirðan hátt er nákvæmlega ekkert að því heldur, að mínu mati.Það er líka alveg ljóst að Latibær er ekki góðgerðarfyrirtæki heldur stórt og vaxandi menningariðnaðarfyrirtæki sem veltir hundruðum milljóna.Framleiðsla sjónvarpsþáttanna er byrjunin.Framleiðsla leikfanga og hliðarefnis sem tengjast þeim munu velta enn meiri fjármunum ef þættirnir slá í gegn en það er í raun ekki komið í ljós enn. Samkvæmt Brown Johnson, yfirmanni barnaefnis hjá sjónvarpsstöðinni Nikolodeon Junior, þarf að keyra sjónvarpsþættina í eitt til tvö ár áður en hægt er að byrja að selja búninga og leikföng sem byggja á persónum þáttanna.Í grein Morgunblaðsins um Latabæ 29. september 2005 er talað við hann og þar er talað um Latabæjarvörur og segir: „Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins verður meira en helmingur tekna Latabæjar af sölu þessara vara innan þriggja til fjögurra ára.“ Í greininni leggur Magnús Scheving markaðsmynd Latabæjar alveg skýrt og heiðarlega fram og það liggur ljóst fyrir að mikið er lagt undir og mikið uppúr framleiðslunni að hafa ef vel tekst til. Það er ekkert leyndarmál.Skyndibiti eða gulrótÍ greininni sem ég skrifaði í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar undir yfirskriftinni „Latibær er skyndibiti“ fjalla ég um þróun Latabæjar, frá gamaldags barnabókum með sterku kennslufræðilegu yfirbragði yfir í þá hátækniframleiðslu sem sjónvarpsþættirnir um Latabæ eru orðnir. Mér finnst barnabækurnar hreint ekki góðar og rökstyð það.Mér finnst sjónvarpsþættirnir heldur ekki góðir og rökstyð það líka. Titill greinarinnar vísar til þessar gagnrýni. Titillinn er myndhverfing sem gefur á fíngerðan hátt í skyn að ég telji Latabæ ekki vera staðgott, andlegt fæði fyrir börn heldur hið gagnstæða.Þetta kýs Magnús Scheving að misskilja sem svo að ég telji Latabæjarvörur tengdar ruslfæði en það hef ég aldrei sagt. Það kemur fram í hverju einasta viðtali og grein um Latabæ að hann tengist ekki óhollustu og þetta er einn veigamesti hlutinn af ímynd og markaðsfærslu fyrirtækisins.FagurfræðiÞeir sem láta sig barnamenningu varða hafa hins vegar haft áhyggjur af samþjöppun fyrirtækja sem gera út á barnamarkað. Þannig hefur útgefendum barnabóka snarfækkað í Bandaríkjunum síðustu tíu árin. Forlög verða stærri, þau eiga bókabúðir og tengjast sjónvarpsstöðvum þar sem markaðsfræðingar eru aðalráðgjafar í gerð barnaefnisins. Þegar allt þetta batterí er samkeyrt er erfitt fyrir foreldra og börn að standa á móti pressunni.Foreldrarnir opna buddurnar, ef ekki börnin sjálf. Menntunarfræðingar hafa haft áhyggjur af leikfangaframleiðslu eða „spin off“ framleiðslu í framhaldi af sjónvarpsþáttum og áhrifum þeirra á leik barna. Sumir segja að það sé verið að stýra dýrmætum leikjum barnanna, hefta ímyndunarafl þeirra og móta það á óæskilegan hátt.Aðrir segja að þetta sé svartagallsraus og ekkert geti stýrt leikjum barna, þau séu litlir stjórnleysingjar og muni alltaf fylgja reglum ímyndunaraflsins en ekki forskriftarinnar.Enn aðrir segja að þó börnin api ekki eftir söguþráðum sjónvarpsþáttanna, komin í búninga Spartacusar og Stephanie, þá taki þau upp hreyfimynstur persónanna auk þess sem þættirnir móti fagurfræðileg viðmið þeirra, hugmyndir um söguframvindu eða fléttu, hraða og takt, liti og form, leiklist, myndlist og tónlist. Hvernig kæmi Latibær út úr slíkri athugun? Latibær einkennist af svo hröðum klippingum að því hefur verið líkt við tónlistarmyndbönd. Hvaða áhrif hefur það á markhóp þáttanna sem eru forskólabörn, þriggja til sjö ára? Hvaða áhrif hafa klisjurnar og endurtekningarnar á hugmyndir barnanna um söguþróun? Væri ekki vert að bankar og nýsköpunarsjóðir legðu peninga í að rannsaka það?Að lokumLatibær hefur fengið mikinn stuðning og ótrúlega velvild á Íslandi og á sér heita aðdáendur frá litlum börnum til æðstu embættismanna. Ef aðeins eru lesnar fréttir af velgengni Latabæjar úti í heimi í íslenskum blöðum birtist lesanda fögur mynd. Hún verður flóknari ef menn nenna að skoða umræður barna og unglinga erlendis um Latabæ á netinu.Margt er þar alls ekki eftir hafandi. Hins vegar er mikil þörf og nauðsyn á gagnrýninni umfjöllun um barnaefni í íslenskum fjölmiðlum og ég lýsi eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu á sunnudaginn var viðtal við Magnús Scheving um frægð og framgang Latabæjar. Þetta er eitt af fjölmörgum viðtölum og greinum og fréttum um „ólinnandi söngfrægð“ þessa sjónvarpsefnis fyrir börn um heim allan svo vitnað sé í söguna góðu um Garðar Hólm. Nú ber svo við að í síðasta Tímariti Máls og menningar birtist gagnrýnin grein um Latabæ og á því getur bara verið ein skýring að mati Magnúsar: „Án þess að vita neitt um það efast ég um að hún [greinarhöfundur] eigi börn. Það skiptir töluverðu máli þegar maður eignast börn, þá hugsar maður öðruvísi,“ segir Magnús. Það síðastnefnda get ég, greinarhöfundurinn, tekið undir. Það breytti lífi mínu mjög þegar við hjónin eignuðumst strákana okkar tvo. Þá kviknaði líka áhugi minn á barnamenningu og barnabókmenntum.GróðabrallÉg vil gera eitt alveg ljóst í upphafi þessa máls. Ég hef ekkert á móti peningum. Ég hef ekkert á móti því að menn fái almennilega borgað fyrir vinnu sína og komi þeir ár sinni fyrir borð og auðgist á heiðvirðan hátt er nákvæmlega ekkert að því heldur, að mínu mati.Það er líka alveg ljóst að Latibær er ekki góðgerðarfyrirtæki heldur stórt og vaxandi menningariðnaðarfyrirtæki sem veltir hundruðum milljóna.Framleiðsla sjónvarpsþáttanna er byrjunin.Framleiðsla leikfanga og hliðarefnis sem tengjast þeim munu velta enn meiri fjármunum ef þættirnir slá í gegn en það er í raun ekki komið í ljós enn. Samkvæmt Brown Johnson, yfirmanni barnaefnis hjá sjónvarpsstöðinni Nikolodeon Junior, þarf að keyra sjónvarpsþættina í eitt til tvö ár áður en hægt er að byrja að selja búninga og leikföng sem byggja á persónum þáttanna.Í grein Morgunblaðsins um Latabæ 29. september 2005 er talað við hann og þar er talað um Latabæjarvörur og segir: „Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins verður meira en helmingur tekna Latabæjar af sölu þessara vara innan þriggja til fjögurra ára.“ Í greininni leggur Magnús Scheving markaðsmynd Latabæjar alveg skýrt og heiðarlega fram og það liggur ljóst fyrir að mikið er lagt undir og mikið uppúr framleiðslunni að hafa ef vel tekst til. Það er ekkert leyndarmál.Skyndibiti eða gulrótÍ greininni sem ég skrifaði í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar undir yfirskriftinni „Latibær er skyndibiti“ fjalla ég um þróun Latabæjar, frá gamaldags barnabókum með sterku kennslufræðilegu yfirbragði yfir í þá hátækniframleiðslu sem sjónvarpsþættirnir um Latabæ eru orðnir. Mér finnst barnabækurnar hreint ekki góðar og rökstyð það.Mér finnst sjónvarpsþættirnir heldur ekki góðir og rökstyð það líka. Titill greinarinnar vísar til þessar gagnrýni. Titillinn er myndhverfing sem gefur á fíngerðan hátt í skyn að ég telji Latabæ ekki vera staðgott, andlegt fæði fyrir börn heldur hið gagnstæða.Þetta kýs Magnús Scheving að misskilja sem svo að ég telji Latabæjarvörur tengdar ruslfæði en það hef ég aldrei sagt. Það kemur fram í hverju einasta viðtali og grein um Latabæ að hann tengist ekki óhollustu og þetta er einn veigamesti hlutinn af ímynd og markaðsfærslu fyrirtækisins.FagurfræðiÞeir sem láta sig barnamenningu varða hafa hins vegar haft áhyggjur af samþjöppun fyrirtækja sem gera út á barnamarkað. Þannig hefur útgefendum barnabóka snarfækkað í Bandaríkjunum síðustu tíu árin. Forlög verða stærri, þau eiga bókabúðir og tengjast sjónvarpsstöðvum þar sem markaðsfræðingar eru aðalráðgjafar í gerð barnaefnisins. Þegar allt þetta batterí er samkeyrt er erfitt fyrir foreldra og börn að standa á móti pressunni.Foreldrarnir opna buddurnar, ef ekki börnin sjálf. Menntunarfræðingar hafa haft áhyggjur af leikfangaframleiðslu eða „spin off“ framleiðslu í framhaldi af sjónvarpsþáttum og áhrifum þeirra á leik barna. Sumir segja að það sé verið að stýra dýrmætum leikjum barnanna, hefta ímyndunarafl þeirra og móta það á óæskilegan hátt.Aðrir segja að þetta sé svartagallsraus og ekkert geti stýrt leikjum barna, þau séu litlir stjórnleysingjar og muni alltaf fylgja reglum ímyndunaraflsins en ekki forskriftarinnar.Enn aðrir segja að þó börnin api ekki eftir söguþráðum sjónvarpsþáttanna, komin í búninga Spartacusar og Stephanie, þá taki þau upp hreyfimynstur persónanna auk þess sem þættirnir móti fagurfræðileg viðmið þeirra, hugmyndir um söguframvindu eða fléttu, hraða og takt, liti og form, leiklist, myndlist og tónlist. Hvernig kæmi Latibær út úr slíkri athugun? Latibær einkennist af svo hröðum klippingum að því hefur verið líkt við tónlistarmyndbönd. Hvaða áhrif hefur það á markhóp þáttanna sem eru forskólabörn, þriggja til sjö ára? Hvaða áhrif hafa klisjurnar og endurtekningarnar á hugmyndir barnanna um söguþróun? Væri ekki vert að bankar og nýsköpunarsjóðir legðu peninga í að rannsaka það?Að lokumLatibær hefur fengið mikinn stuðning og ótrúlega velvild á Íslandi og á sér heita aðdáendur frá litlum börnum til æðstu embættismanna. Ef aðeins eru lesnar fréttir af velgengni Latabæjar úti í heimi í íslenskum blöðum birtist lesanda fögur mynd. Hún verður flóknari ef menn nenna að skoða umræður barna og unglinga erlendis um Latabæ á netinu.Margt er þar alls ekki eftir hafandi. Hins vegar er mikil þörf og nauðsyn á gagnrýninni umfjöllun um barnaefni í íslenskum fjölmiðlum og ég lýsi eftir henni.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun