Þjónusta Stígamóta um allt land? 29. nóvember 2006 05:00 Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun