Umsátrið um Frjálslynda flokkinn 30. nóvember 2006 05:00 Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun