Nýsköpun í stjórnmálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. desember 2006 05:00 Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörgum öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spennandi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin-grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburðum áranna 1996-1999, þegar sameiningarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænnaAf hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosningar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðarstefnu Bandaríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. Baráttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn aukinn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stundum eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verkefni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokkað í aðra deild, án þess þó að flokkurinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mestum árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóðendavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um tilraun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upphaflega frá óbreyttum flokksmanni á landsfundi. Breytingar framundanPrófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum haldið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrifstofur heldur treyst á að kjósendur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmálum nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmálalífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörgum öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spennandi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin-grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburðum áranna 1996-1999, þegar sameiningarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænnaAf hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosningar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðarstefnu Bandaríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. Baráttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn aukinn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stundum eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verkefni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokkað í aðra deild, án þess þó að flokkurinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mestum árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóðendavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um tilraun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upphaflega frá óbreyttum flokksmanni á landsfundi. Breytingar framundanPrófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum haldið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrifstofur heldur treyst á að kjósendur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmálum nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmálalífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun