Umferðarreglur stjórnmálanna 11. desember 2006 10:24 Mikil tímamót urðu í stjórnmálalífi landsins um helgina þegar Alþingi samþykkti lög um fjármál og upplýsingaskyldu í stjórnmálastarfsemi. Hér eftir eiga kjósendur að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um hvernig flokkar fjármagna starfsemi sína og hvaða fyrirtæki leggja þar hönd á plóg. Einstaklingar geta eftir sem áður stutt flokka og frambjóðendur persónulega í skjóli nafnleyndar, en sama gildir um þá og fyrirtæki, styrkurinn má ekki vera hærri en 300.000 krónur. Hér á landi hefur alltof lengi verið ráðandi óþarfa tepruskapur þegar kemur að umræðum um samband peninga og stjórnmála. Getur þó orðið þar ansi göróttur kokteill ef illa blandast. Í því samhengi má rifja upp sígild ummæli þess gamla refs Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fangaði samband stjórnmálamanna og fjármagnseigenda í hnotskurn með þessum orðum: „Stjórnmál eiga víst að vera næstelsta atvinnugreinin. Ég hef komist að því að þau eru nauðalík þeirri elstu." Nú er það einu sinni þannig að lýðræði þrífst ekki án stjórnmálaflokka og stjórnmálaflokkar þrífast ekki án peninga til að halda úti flokksstarfi. Leikreglur um það samspil voru því löngu tímabærar. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingarkona hefur verið í fararbroddi þeirra sem hafa viljað opna bókhald flokkanna. Framsóknarflokkurinn, undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra, ákvað í fyrra að ganga til liðs við þá baráttu. Eftir stóðu sjálfstæðismenn einir um þann vilja að viðhalda óbreyttri leyndarhulu yfir því hvernig stjórnmálamenn fjármagna hluta af sínu starfi. Eins og hefur komið á daginn dugði sá mótþrói ekki einn og sér þegar framsóknarmenn létu af stuðningi við hann. Þyngsti kostnaður flokka og stjórnmálamanna leggst til í kringum kosningar, hvort sem það eru forkosningar innan flokka eða í almennum kosningum. Auglýsingaherferðir geta í báðum tilfellum hlaupið á mörgum milljónum. Auðvitað eiga upplýsingar um það hverjir borga brúsann að vera uppi á borðinu. Æ sér gjöf til gjalda segir gamalt og gott máltæki sem nær ágætlega utan um af hverju kjósendur eiga kröfu á því að vera upplýstir um hverjir það eru sem kosta baráttu alþingismanna okkar fyrir sætum sínum. Frumvarpinu, sem samþykkt var um helgina, var mótmælt með ýmsum rökum og vissulega er það ekki gallalaust. Hægt er að taka undir að þak á framlögum einstaklinga og fyrirtækja er óþarft; það er ekki upphæð styrkjanna sem skiptir mestu máli, heldur að upplýst sé að fullu hverjir reiða þá af hendi, og enn frekar má gagnrýna að stjórnmálaflokkarnir verða eftir lagabreytingarnar komnir óþarflega mikið á framfæri hins opinbera. Hins vegar má vísa því út í hafsauga að ekki hafi verið ástæða til að breyta gömlu leikreglunum þar sem svo auðvelt verði að fara í kringum þær nýju. Með þeim rökum væri allt eins hægt að leggja af umferðarreglur vegna þess að svo margir aka yfir hámarkshraða og gegn rauðu ljósi. Mikilvægast af öllu er að loks hafa verið sett lög um fjármál flokkanna. Líta má á þau sem umferðarreglur fyrir stjórnmálalífið og ef menn kjósa að fara á svig við þær vita kjósendur að það er af ásetningi, ekki vegna þess að allt er leyfilegt eins og verið hefur. Jón Kaldal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Mikil tímamót urðu í stjórnmálalífi landsins um helgina þegar Alþingi samþykkti lög um fjármál og upplýsingaskyldu í stjórnmálastarfsemi. Hér eftir eiga kjósendur að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um hvernig flokkar fjármagna starfsemi sína og hvaða fyrirtæki leggja þar hönd á plóg. Einstaklingar geta eftir sem áður stutt flokka og frambjóðendur persónulega í skjóli nafnleyndar, en sama gildir um þá og fyrirtæki, styrkurinn má ekki vera hærri en 300.000 krónur. Hér á landi hefur alltof lengi verið ráðandi óþarfa tepruskapur þegar kemur að umræðum um samband peninga og stjórnmála. Getur þó orðið þar ansi göróttur kokteill ef illa blandast. Í því samhengi má rifja upp sígild ummæli þess gamla refs Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fangaði samband stjórnmálamanna og fjármagnseigenda í hnotskurn með þessum orðum: „Stjórnmál eiga víst að vera næstelsta atvinnugreinin. Ég hef komist að því að þau eru nauðalík þeirri elstu." Nú er það einu sinni þannig að lýðræði þrífst ekki án stjórnmálaflokka og stjórnmálaflokkar þrífast ekki án peninga til að halda úti flokksstarfi. Leikreglur um það samspil voru því löngu tímabærar. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingarkona hefur verið í fararbroddi þeirra sem hafa viljað opna bókhald flokkanna. Framsóknarflokkurinn, undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra, ákvað í fyrra að ganga til liðs við þá baráttu. Eftir stóðu sjálfstæðismenn einir um þann vilja að viðhalda óbreyttri leyndarhulu yfir því hvernig stjórnmálamenn fjármagna hluta af sínu starfi. Eins og hefur komið á daginn dugði sá mótþrói ekki einn og sér þegar framsóknarmenn létu af stuðningi við hann. Þyngsti kostnaður flokka og stjórnmálamanna leggst til í kringum kosningar, hvort sem það eru forkosningar innan flokka eða í almennum kosningum. Auglýsingaherferðir geta í báðum tilfellum hlaupið á mörgum milljónum. Auðvitað eiga upplýsingar um það hverjir borga brúsann að vera uppi á borðinu. Æ sér gjöf til gjalda segir gamalt og gott máltæki sem nær ágætlega utan um af hverju kjósendur eiga kröfu á því að vera upplýstir um hverjir það eru sem kosta baráttu alþingismanna okkar fyrir sætum sínum. Frumvarpinu, sem samþykkt var um helgina, var mótmælt með ýmsum rökum og vissulega er það ekki gallalaust. Hægt er að taka undir að þak á framlögum einstaklinga og fyrirtækja er óþarft; það er ekki upphæð styrkjanna sem skiptir mestu máli, heldur að upplýst sé að fullu hverjir reiða þá af hendi, og enn frekar má gagnrýna að stjórnmálaflokkarnir verða eftir lagabreytingarnar komnir óþarflega mikið á framfæri hins opinbera. Hins vegar má vísa því út í hafsauga að ekki hafi verið ástæða til að breyta gömlu leikreglunum þar sem svo auðvelt verði að fara í kringum þær nýju. Með þeim rökum væri allt eins hægt að leggja af umferðarreglur vegna þess að svo margir aka yfir hámarkshraða og gegn rauðu ljósi. Mikilvægast af öllu er að loks hafa verið sett lög um fjármál flokkanna. Líta má á þau sem umferðarreglur fyrir stjórnmálalífið og ef menn kjósa að fara á svig við þær vita kjósendur að það er af ásetningi, ekki vegna þess að allt er leyfilegt eins og verið hefur. Jón Kaldal
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun