Búið að redda jólunum 13. desember 2006 06:30 Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Þegar gengið fór niður fyrir mína spá, þá náttúrlega keypti ég. Rúmri viku síðar er maður kominn með fyrir öllum jólagjöfunum. Annars er ég farinn að búa mig undir magurt ár, þó að lokaspretturinn á þessu lofi ágætu. Seðlabankinn mun sennilega gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf og það óháð því hvort maður setur skóinn út í glugga eða ekki. Svo sýnist mér að allir stóru kallarnir á markaðnum séu komnir í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla með því. Það er aldrei hægt að stjórna umræðu um sig til lengdar og meiri hætta að maður lendi inn í umræðu með því að eiga í fjölmiðlum. Þess vegna hef ég aldrei átt í fjölmiðlum, nema sem ósýnilegur skammtímafjárfestir. Það er fullt af tækifærum á þessum markaði til lengri tíma litið. Bankarnir verða á fullu næsta árið og margt spennandi að gerast hjá þeim. Þeir munu hins vegar gjalda á næsta ári fyrir samdrátt og einhver gjaldþrot sem óhjákvæmilega er fylgifiskur okurvaxtanna sem verða ráðandi framan af ári. Það verður allavega meiri vinna en áður að halda góðum gangi í fjárfestingunum. Ég held að maður dragi saman seglin á næstunni og bíði eftir bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002 varð grundvöllur mikilla afreka hjá mér og ég ætla mér ekki minni hluti þegar hagkerfið fer á sving eftir samdrátt og svartsýni sem mun koma á næsta ári. Þetta hljómar allt saman frekar auðvelt. Það kunna flestir að lesa í hagsveifluna. Vandinn er hins vegar að láta ekki tilfinninguna á markaðnum sópa sér með. Það er auðveldara um að tala, en í að komast. Svipað og að hætta að reykja. „Það er enginn vandi að hætta að reykja, það hef ég oft gert,“ sagði Mark Twain og sama gildir um ákvarðanir á markaði. Þegar ég fór inn á markaðinn á þessum tíma sögðu margir vinir mínir að ég væri galinn. Þegar ég skuldsetti mig grimmt, þá afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir eru launamenn, en ég minn eigin herra. Og hvílíkur herra. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Þegar gengið fór niður fyrir mína spá, þá náttúrlega keypti ég. Rúmri viku síðar er maður kominn með fyrir öllum jólagjöfunum. Annars er ég farinn að búa mig undir magurt ár, þó að lokaspretturinn á þessu lofi ágætu. Seðlabankinn mun sennilega gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf og það óháð því hvort maður setur skóinn út í glugga eða ekki. Svo sýnist mér að allir stóru kallarnir á markaðnum séu komnir í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla með því. Það er aldrei hægt að stjórna umræðu um sig til lengdar og meiri hætta að maður lendi inn í umræðu með því að eiga í fjölmiðlum. Þess vegna hef ég aldrei átt í fjölmiðlum, nema sem ósýnilegur skammtímafjárfestir. Það er fullt af tækifærum á þessum markaði til lengri tíma litið. Bankarnir verða á fullu næsta árið og margt spennandi að gerast hjá þeim. Þeir munu hins vegar gjalda á næsta ári fyrir samdrátt og einhver gjaldþrot sem óhjákvæmilega er fylgifiskur okurvaxtanna sem verða ráðandi framan af ári. Það verður allavega meiri vinna en áður að halda góðum gangi í fjárfestingunum. Ég held að maður dragi saman seglin á næstunni og bíði eftir bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002 varð grundvöllur mikilla afreka hjá mér og ég ætla mér ekki minni hluti þegar hagkerfið fer á sving eftir samdrátt og svartsýni sem mun koma á næsta ári. Þetta hljómar allt saman frekar auðvelt. Það kunna flestir að lesa í hagsveifluna. Vandinn er hins vegar að láta ekki tilfinninguna á markaðnum sópa sér með. Það er auðveldara um að tala, en í að komast. Svipað og að hætta að reykja. „Það er enginn vandi að hætta að reykja, það hef ég oft gert,“ sagði Mark Twain og sama gildir um ákvarðanir á markaði. Þegar ég fór inn á markaðinn á þessum tíma sögðu margir vinir mínir að ég væri galinn. Þegar ég skuldsetti mig grimmt, þá afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir eru launamenn, en ég minn eigin herra. Og hvílíkur herra. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira