Lítið um tilraunamennsku 15. desember 2006 13:00 Völkerball með Rammstein er gott dæmi um feitan tónleikapakka. Tónleikar og heimildarmyndir á tveimur DVD diskum og CD fylgir með. Stórir tónleikapakkar og veglegar endurútgáfur eru mest áberandi þegar tónlistarmynddiskar ársins 2006 eru skoðaðir. Trausti Júlíusson tékkaði á nokkrum af mest seldu diskum ársins. Framboð á tónlistarmynddiskum hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár þó að íslenskar útgáfur séu enn þá sárafáar á ári hverju. Stórir tónleikapakkar og veglegar endurútgáfur eru mest áberandi á sölulistum á árinu 2006. Það er sífellt verið að koma meira og meira efni í pakkann og það er að verða regla hjá stórum nöfnum í poppheiminum að fylgja tónleikaferðalagi eftir með tvöföldum eða þreföldum tónleikapökkum. Á þeim eru yfirleitt a.m.k. einir stórir tónleikar í fullri lengd auk hápunkta frá fleiri tónleikum, heimildarmynda og annars aukaefnis. Góð dæmi um svona útgáfur eru Völkerball með Rammstein (2 DVD + 1 CD), Touring the Angel með Depeche Mode (2 DVD + 1 CD) og Death on the Road með Iron Maiden (3 DVD). Það er mikið lagt í þessa pakka. Hljómgæðin eru frábær og umbúðir og frágangur til fyrirmyndar. Harðir aðdáendur eru í skýjunum.Dark Side of the Moon í heild sinniEins og áður segir er líka töluvert endurútgefið af tónleikum sem áður voru bara til á vídeói. Og þar er líka stundum mikið lagt í hlutina og aukaefni hrúgað í pakkann. Ágæt dæmi um þetta eru Pulse- tónleikarnir með Pink Floyd. Þeir voru teknir upp í Earls Court í London árið 1994. Á þeim flytur sveitin m.a. Dark Side of the Moon í heild sinni auk annars efnis. Þetta er tvöfaldur pakki með nýrri 5.1 hljóðblöndun og hlaðinn aukaefni. Það er t.d. hægt að skoða kvikmyndirnar sem voru sýndar á bakvið sveitina í ákveðnum lögum á tónleikunum sérstaklega og svo er safn af ólöglegum upptökum af þessu tónleikaferðalagi Pink Floyd undir heitinu Bootlegging the Bootleggers. Þeir sem mættu á tónleika Roger Waters í Egilshöll ættu að vera spenntir. Önnur stór útgáfa í sama gæðaflokki er Zoo TV-pakkinn með U2, en þar er að finna tónleika sveitarinnar frá Sydney árið 1993. Þá má geta þess að Eagle Vision-útgáfan hefur safnað saman tónleikaútgáfum með nokkrum stórum nöfnum og sett saman í pakka. Þ.á m. eru Doors (3 DVD), Beach Boys (3 DVD) og Tina Turner (3 DVD). Lítil tilraunamennskaDepeche Mode Dave Gahan er í miklum ham á Touring The Angel tónleikaferðinni.Hefðbundin myndbandasöfn seljast enn þá vel. Metallicu-safnið The Videos 1989–2004 er t.d. mest seldi erlendi tónlistarmynddiskurinn á Íslandi á árinu 2006 og svipuð söfn með U2, Abba, AC/DC og George Michael mokast út líka. Þegar mynddiskavæðingin tók við af vídeóinu var töluvert um tilraunamennsku. Menn voru að prófa sig áfram með tæknina. Það var t.d. hægt að fylgja bara gítarleikaranum eða skoða ákveðin lög frá mörgum sjónarhornum. Það er lítið um svona tilraunamennsku í dag, enda kannski hálf tilgangslaust þegar upp er staðið. Þó eru enn til menn sem fara nýjar leiðir, þ.á m. The Beastie Boys sem afhentu 50 aðdáendum upptökuvélar og fengu þá til að taka tónleika með þeim í Madison Square Garden í New York upp utan úr sal. Útkomuna má sjá á mynddisknum Awesome, I Shot That! sem þykir magnaður. n Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Stórir tónleikapakkar og veglegar endurútgáfur eru mest áberandi þegar tónlistarmynddiskar ársins 2006 eru skoðaðir. Trausti Júlíusson tékkaði á nokkrum af mest seldu diskum ársins. Framboð á tónlistarmynddiskum hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár þó að íslenskar útgáfur séu enn þá sárafáar á ári hverju. Stórir tónleikapakkar og veglegar endurútgáfur eru mest áberandi á sölulistum á árinu 2006. Það er sífellt verið að koma meira og meira efni í pakkann og það er að verða regla hjá stórum nöfnum í poppheiminum að fylgja tónleikaferðalagi eftir með tvöföldum eða þreföldum tónleikapökkum. Á þeim eru yfirleitt a.m.k. einir stórir tónleikar í fullri lengd auk hápunkta frá fleiri tónleikum, heimildarmynda og annars aukaefnis. Góð dæmi um svona útgáfur eru Völkerball með Rammstein (2 DVD + 1 CD), Touring the Angel með Depeche Mode (2 DVD + 1 CD) og Death on the Road með Iron Maiden (3 DVD). Það er mikið lagt í þessa pakka. Hljómgæðin eru frábær og umbúðir og frágangur til fyrirmyndar. Harðir aðdáendur eru í skýjunum.Dark Side of the Moon í heild sinniEins og áður segir er líka töluvert endurútgefið af tónleikum sem áður voru bara til á vídeói. Og þar er líka stundum mikið lagt í hlutina og aukaefni hrúgað í pakkann. Ágæt dæmi um þetta eru Pulse- tónleikarnir með Pink Floyd. Þeir voru teknir upp í Earls Court í London árið 1994. Á þeim flytur sveitin m.a. Dark Side of the Moon í heild sinni auk annars efnis. Þetta er tvöfaldur pakki með nýrri 5.1 hljóðblöndun og hlaðinn aukaefni. Það er t.d. hægt að skoða kvikmyndirnar sem voru sýndar á bakvið sveitina í ákveðnum lögum á tónleikunum sérstaklega og svo er safn af ólöglegum upptökum af þessu tónleikaferðalagi Pink Floyd undir heitinu Bootlegging the Bootleggers. Þeir sem mættu á tónleika Roger Waters í Egilshöll ættu að vera spenntir. Önnur stór útgáfa í sama gæðaflokki er Zoo TV-pakkinn með U2, en þar er að finna tónleika sveitarinnar frá Sydney árið 1993. Þá má geta þess að Eagle Vision-útgáfan hefur safnað saman tónleikaútgáfum með nokkrum stórum nöfnum og sett saman í pakka. Þ.á m. eru Doors (3 DVD), Beach Boys (3 DVD) og Tina Turner (3 DVD). Lítil tilraunamennskaDepeche Mode Dave Gahan er í miklum ham á Touring The Angel tónleikaferðinni.Hefðbundin myndbandasöfn seljast enn þá vel. Metallicu-safnið The Videos 1989–2004 er t.d. mest seldi erlendi tónlistarmynddiskurinn á Íslandi á árinu 2006 og svipuð söfn með U2, Abba, AC/DC og George Michael mokast út líka. Þegar mynddiskavæðingin tók við af vídeóinu var töluvert um tilraunamennsku. Menn voru að prófa sig áfram með tæknina. Það var t.d. hægt að fylgja bara gítarleikaranum eða skoða ákveðin lög frá mörgum sjónarhornum. Það er lítið um svona tilraunamennsku í dag, enda kannski hálf tilgangslaust þegar upp er staðið. Þó eru enn til menn sem fara nýjar leiðir, þ.á m. The Beastie Boys sem afhentu 50 aðdáendum upptökuvélar og fengu þá til að taka tónleika með þeim í Madison Square Garden í New York upp utan úr sal. Útkomuna má sjá á mynddisknum Awesome, I Shot That! sem þykir magnaður. n
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira