Tónlist

The Killers í næstu Bond

Chris Cornell rokkarinn tók lagið í nýjustu Bond-myndinni, Casino Royale.
Chris Cornell rokkarinn tók lagið í nýjustu Bond-myndinni, Casino Royale.

Bandaríska rokksveitin The Killers hefur skrifað undir samning um að semja titillagið í næstu kvikmynd um njósnarann James Bond. Hljómsveitin, sem var stofnuð árið 2002, hefur gefið út tvær breiðskífur, en þarf nú að hefjast handa við að semja nýjan Bond-slagara.

Ekki er hlaupið að því að fara í skó þeirra sem áður hafa flutt titillög Bond-mynda, en þar má nefna meðal annars Shirley Bassey, Tom Jones, Paul McCartney, Nancy Sinatra, Duran Duran, aha, Tinu Turner og Madonnu. Nú síðast samdi Chris Cornell titillagið og vakti það lukku framleiðenda myndanna, Barböru Broccoli og Michael G. Wilson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×