Tónlist

Ómþýðir tónar Amiinu

Strengjakvartettinn Amiina spilaði lög af smáskífu sinni Seoul á tónleikunum.
Strengjakvartettinn Amiina spilaði lög af smáskífu sinni Seoul á tónleikunum. MYND/Páll

Hljómsveitin Amiina hélt á dögunum útgáfutónleika í Tjarnarbíói í tilefni af útkomu smáskífunnar Seoul. Fjöldi tónlistaráhugamanna mætti á staðinn til að hlýða á ómþýða tóna þessarar elskulegu sveitar.

Seoul hefur að geyma tvö lög af fyrstu breiðskífu Amiina sem er væntanleg í febrúar eða mars. Einnig er á smáskífunni lag sem verður ekki á plötunni. Um miðjan mars ætlar Amiina síðan í sex vikna tónleikaferðalag um heiminn til að fylgja plötunni eftir.

Ólöf Arnalds hitaði upp fyrir Amiinu og eins og sjá má var innlifunin mikil.


.
Þessir félagar voru í sannkölluðu jólaskapi á útgáfutónleikum Amiiinu.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×